fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

GYLLTA GLASIÐ 2018: 20 vínþjónar smökkuðu 154 vín á einum sunnudegi

Margrét Gústavsdóttir
Þriðjudaginn 15. maí 2018 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppnin um Gyllta Glasið 2018 var haldin í fjórtánda sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands fyrir nokkrum dögum.

Að vanda var tekin fyrir verðflokkur vína frá 2.490 til 3.500 kr, en þessum sið hefur verið haldið frá árinu 2012. Vínin koma allstaðar að úr heiminum en vínbyrgjar völdu sjálfir hvaða vín þeir lögðu til keppninnar.

Þá boðuðu Vínþjónasamtökin sérstaka dómnefnd á Hótel Hilton Nordica þar sem vínin voru smökkuð blint.

Alls skiluðu sér 154 vín í þessa skemmtilegu keppni enda dómarapanellinn verulega sterkur að mati þeirra hjá Veitingageiranum.

Smakkað af lífi og sál

Fyrir fólkið í landinu.

Þekktir vínsérfræðingar, vínbyrgjar og reynt vínáhugafólk innan bransans mætti þarna til að taka þátt í þessu verkefni sem teljast má nokkuð krefjandi enda voru 154 vín smökkuð á einum sunnudegi, allt í þágu fólksins í landinu, eða að minnsta kosti þeirra sem kunna að meta þennan ævaforna drykk.

Smakkarar voru tuttugu talsins og vínin voru dæmd samkvæmt svokölluðum Parker skala.

Yfirdómarinn var, eins og fyrri ár Alba E H Hough, margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna.

Sex hvítvín og fimmtán rauðvín hlutu Gyllta glasið 2018 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér.

Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.

Eftirfarandi vín hlutu gæðavottunina Gyllta Glasið 2018:

Hvítvín:

  • Arthur Metz Pinot Gris 2016
  • Jacobus Riesling Trocken 2016
  • Ribbonwood Sauvignon Blanc 2017
  • Villa Maria Private Bin Riesling Organic 2016
  • Domaine Laporte Sancerre Les Grandmontains 2016
  • Weingut Pfaffl Riesling Sonne 2017

Rauðvín:

  • Emiliana Coyam 2014
  • Trivento Golden Reserve Malbec 2016
  • Trapiche Gran Medalla Malbec 2015
  • Penfolds Koonunga Hill Shiraz 2016
  • Amalaya Tinto de Corte 2015
  • Torres Gran Coronas Reserva Cabernet Sauvignon 2013
  • di Lenardo Just Me Merlot 2015
  • Bodegas Cepa 21. Hito 2016
  • Piccini Memoro Vintage 2012
  • Escapades Cabernet Sauvignon Shiraz Malbec 2016
  • 1000 Stories Zinfandel 2015
  • Allegro Primitivo lífrænt 2016
  • Navarrsotillo Magister Bibendi Graciano Reserva Vegan 2012
  • Morandé Gran Reserva Merlot 2013
  • Gérard Bertrand Grand Terroir Tautavel 2015
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“