fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
FókusKynning

Iceland Rentals: „Vatnasportið hefur vakið stormandi lukku“

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 13. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem við erum að gera er mjög víðfeðmt,“ segir Þórarinn Árni Björnsson, verkefnastjóri hjá viðburðafyrirtækinu Iceland Rentals. „Við sjáum um allt frá árshátíðum fyrir fyrirtæki, skóla og bæjarfélög upp í sumar- og bæjarhátíðir fyrir sömu aðila. Við erum líka að leggja mikla áherslu á starfsmannafélög og þá bjóðum við upp á vatnasportsdag, þar sem ýmist vatnasport, grill og góð skemmtun sameinar hópinn.“

Iceland Rentals er viðburðar- og útleigu fyrirtæki sem býður upp á alhliða lausnir í viðburðum og öðrum uppákomum. Þar er einnig sportdeild sem leigir út allt sem flokkast undir sport og útivist. Fyrirtækið byggir á góðum grunni og reynslu Iceland Events, sem hefur starfað síðan 2003 og komið að fjölmörgum viðburðum stórum sem smáum. „Við erum einnig í ferðaþjónustu og ákveðið var að skipta fyrirtækinu og þannig verður Iceland Rentals til, sem er einn hluti fyrirtækisins.

Fyrirtækið fer hvert á land sem er og hefur tekið þátt í bæjarfélagshátíðum um allt land. „Við höfum komið að flestum bæjarhátíðum einhvern tímann, sem dæmi má nefna 17. júní í Reykjavík, Markaðsdaga í Bolungarvík og Mærudaga á Húsavík. Í gegnum árin þá höfum við einhvern tímann komið að öllum bæjarhátíðum á einhvern hátt.“

Eina fyrirtækið sem býður upp á vatnasport

Viðburðir Iceland Rentals skiptast eftir árstíðum, sumri og vetri og á sumrin er það vatnasportið sem er allsráðandi. „Vatnasportið hefur mælst mjög vel fyrir og það er sjaldan sem fólk kemst í slíkt hér heima. Þetta hefur mælst vel fyrir og vekur alveg stormandi lukku hjá hópum, en margir starfsmannahópar koma til okkar.“

Fyrirtækið er það eina hér á landi sem býður upp á vatnasport af þessu tagi: vatnabolta, vatnatrampólín, að draga fólk á slöngu og jetski. „Við sjáum um allt fyrir daginn, förum með hópinn að vatni þar sem boðið er upp á ýmislegt vatnasport, hoppukastala, grill, tónlist, skemmtiatriði, allt eftir því hvað hópurinn kýs að hafa.“

Enginn viðburður of lítill eða of stór

Líkt og áður sagði hefur Iceland Rentals komið að fjölmörgum bæjarhátíðum. „Hefur þá tengiliður bæjarfélagsins samband og við gerum hugmyndapakka fyrir viðkomandi út frá fjármagni og þá einfaldar það mikið vinnuna fyrir viðkomandi. Öll vinna er á einum stað, í stað þess að leita til margra aðila. Við erum með söluvagna, veitingavagna, hoppukastala og önnur leiktæki og hægt að afgreiða allt sem þarf á einum stað.

Það skiptir ekki máli hver viðburðurinn er, við getum þjónustað hann, hvar sem fólk er að koma saman og gera sér glaðan dag. Við höfum séð um allt frá því að fara með eina fjölskyldu hefðbundinn ferðamannarúnt í að sjá um bæjarhátíðir sem þúsundir hafa sótt.“

Verð fer eftir umfangi og stærð, en er viðráðanlegt og Iceland Rentals getur þjónustað stóra sem smáa hópa, pakkar sem boðið er upp á eru miðaðir við fjármagn hvers og eins.

Netfang Iceland Rentals er iceland@icelandrentals.is, síminn: 893-0707 og 893-9933.
Heimasíðan er icelandrentals.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“