fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fókus

TÆKNI: Snjallforrit sem kennir þér að hlusta á bílinn þinn

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 11. maí 2018 15:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bilanir í bifreiðum eru jafn algengar og farartækin á götunum en það hafa ekki allir þekkingu á bifreiðum til þess að greina vandamálið áður en aðstæður gætu leitt til slyss.

Þar kemur snjallforritið FIXD eins og kallað en forritið býður upp á þann möguleika að aðstoða fólk við að skilja bilanir ökutækisins með einföldum og skýrum hætti. Forritið tengist semsagt bílnum í gegnum farsímann og getur greint bæði vandamál, og hugsanlegar afleiðingar, ef ekki er gripið til aðgerða.

Hægt er að samstilla FIXD við allar gerðir bifreiða sem framleiddar eru eftir árið 1994 og nú sækja fleiri en 50.000 snjallsímanotendur forritið á degi í hverjum mánuði.

Bíllinn bilaði hjá múttu gömlu og úr varð þetta forrit

Einn af hönnuðum og umsjónarmönnum forritsins, John Gattuso, hefur sagt frá því í viðtali að bilun á bíl móður sinnar hafi orðið upphafið á þessari lausn.

„Mútta hringdi vegna þess að það  blikkaði eitthvað ljós á mælaborðinu,“ segir Gattuso á Kickstarter, þar sem fjáröflun forritsins hófst upphaflega.

„Hún hafði ekki hugmynd um hvað merkið táknaði, en heppilega gat ég greint vandamálið og þá kom í ljós að þetta var bilun í loftpúðakerfinu. Líf móður minnar var í hættu, bíllinn var að reyna að tjá sig við hana en hún gat hvorki hlustað né hafði nokkurn skilning á vandamálinu.“

John segir FIXD vera sérstaklega til þess gert að koma fólki í betra samband við ökutækin, en forritið kemur líka í veg fyrir að óprúttnir bifvélavirkjar svindli á kúnnum sem kunna ekkert á bifvélaviðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 1 viku

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“