Til að vera viss um að fá nóg af þessu mikilvæga vítamíni þurfum við að neyta ýmist fæðubótaefna eða dýraafurða en líkaminn getur ekki myndað þetta efni sjálfur.
Nýlegar rannsóknir á lifnaðarháttum og heilsu íbúa Norður Ameríku benda til þess að næstum helmingur fólks þar í landi sé þjakað af skorti á B12 og afleiðingarnar eru margskonar.
Alvarlegur skortur á B12 getur meðal annars komið fram sem vefjagigt (fibromyalgia) og síþreyta en eftirfarandi eru einnig merki um að þú ættir að láta mæla blóðið í þér og kanna stöðuna á B12.
Eitt augljósasta merkið um skort á þessu magnaða vítamíni er að fólk á mjög erfitt með að halda sér vakandi. Þetta þýðir að þér finnst erfitt að komast á fætur á morgnanna og þú vilt helst sofa mikið meira en 8 kls á sólarhring.
Eins og fyrr segir reiðir líkami okkar sig alfarið á B12 við framleiðslu rauðu blóðkornanna en þau bera ábyrgð á að færa súrefni um æðakerfið og til hjartans. Athugaðu samt að mikil þreyta getur verið tákn um margt annað svo ekki flýta þér að álykta að skortur á B12 sé endilega vandamálið, – láttu samt endilega athuga það svo þú fáir úr þessu skorið.
Allt sem er ofanjarðar þarf súrefni til að vaxa og dafna. Rauðu blóðfrumurnar flytja líka súrefni til vöðvanna svo ef þig skortir það þá munt þú líka finna fyrir þessu í vöðvum líkamans.
Þó ótrúlegt megi virðast þá er skortur á B12 stundum ástæða þess að fólk er gleymið og utan við sig. Aftur komum við að súrefninu. Súrefnið sem rauðu blóðkornin bera til heilans heldur honum vakandi og hressum og ef rauðu blóðkornin eru bensínlaus þá er hætt við að heilinn verði hálf slappur og utan við sig líka.
Ef húðin þín verður gulleit og föl þá er líklegt að þar sé aftur B12 skortinum um að kenna. Þegar rauðu blóðkornin „eru laus í sér“ þá getur það haft þessar afleiðingar á litarhaftið. Talaðu strax við lækni ef þú telur þig kannast við þetta einkenni.
Litlu „bólurnar“ (bragðlaukarnir) á tungunni þinni kallast papillae á læknamáli en fólk sem líður B12 skort er yfirleitt ekki með þessar litlu bólur sýnilegar á tungunni. Þá hafa rannsóknir jafnframt leitt í ljós að fólk sem skortir B12 kvartar oft undan sársauka undir tungunni.
Í mjög slæmum tilvikum getur skorturinn á B12 leitt til þess að augntaugar skemmast og fólk verður sjónskert. Það sér tvöfalt, allt í móðu eða hreinlega missir sjónina. Aftur hvetjum við lesendur til að leita strax til læknis ef þetta er tilfellið og sleppa öllum sjálfgreiningum.
Ójafnvægi í meltingaflóru líkamans getur leitt til þess að efnaupptakan fer úr jafnvægi og þá eigum við bæði erfiðara með að brjóta niður og vinna úr næringunni sem við setjum í okkur.
Mjög margir glíma við hverskonar meltingarvandamál og orsakir þeirra geta verið margskonar. Til dæmis geta lyfjameðferðir valdið þessum vanda, sem og lélegt og einhæft mataræði.
Fyrsta skrefið til að bæta B12 búskapinn er að breyta mataræðinu. Borða meira af fiski, kjúklingakjöti og lambi. Lifur og nautakjöt innihalda einnig töluvert af B12.
Ef þér hugnast ekki að neyta dýraafurða þá skaltu taka B12 inn í töfluformi. Gott er að ráðfæra sig við lækni um hvað myndi teljast rétt magn en það veltur jú meðal annars á líkamsstærð og auðvitað hversu alvarlegur skorturinn er.
Kefír (kákasus gerill), dökkt gæðasúkkulaði og „kombucha“ hafa einnig góð áhrif á meltinguna en slíkt má fá í flestum heilsubúðum.
Reyndu svo að forðast mat sem veldur óþoli og meltingatruflunu; til dæmis skyndibita, pakkamat og frosna rétti. Veldu eins hreina og góða fæðu og þú getur og sjáðu til þess að borða mat úr öllum fæðuflokkunum.
Og svo endurtökum við… ef þú ert vafa, leitaðu þá til læknis og láttu mæla vítamínbúskapinn hjá þér.
Lestu meira um skort á B12 hér á Doktor.is