fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Kristján vill reisa framúrstefnulegt hringlaga lúxushótel á Húsavík: „Við gætum byrjað að byggja 2019“

Margrét Gústavsdóttir
Miðvikudaginn 9. maí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Eymudsson, byggingaverktaki, kynnti í dag hugmyndir sínar að tvöhundruð herbergja hóteli efst á Húsavíkurhöfða.

Markmiðið hans er að fá erlenda hótelkeðju til samstarfs við sig og kynna hótelið á heimsvísu. Kristján hefur, ásamt hönnuðum og fleirum, unnið að þessu metnaðarfulla verkefni frá því í desember en sjálfur er hann búsettur í Noregi.

„Það var skipulögð þarna hótellóð og er mjög sérstök staðsetning, á eyju út í Atlantshafið, í norðri og út á klettabrún“ segir Kristján í samtali við RÚV en öll umgjörð og hönnun hótelsins er mjög tilkomumikil. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er hugsunin sú að byggingin verði hringlaga og slútti fram af höfðanum en stutt er bæði í kílsilverið á Bakka og til Húsavíkur.

„Við kusum að lækka bygginguna niður í landslagið og draga hana út af klettabrúninni,“ segir Åse Øydegard, arkitekt hjá Magu Design og einn af hönnuðum hótelsins.

„Það er 360 gráðu útsýni frá hótelinu, þannig að það verður fallegt útsýni úr öllum herbergjum þess. Og við hönnunina nýtum við okkur sólarljósið og þá stórkostlegu náttúru sem er þarna á höfðanum.“

Kristján segir að fjárfestar séu nú klárir í fyrsta áfanga og hugmyndin tilbúin til kynninga hjá erlendum hótelkeðjum.

Í upphafi sá hann fyrir sér samstarf við stærstu hótelkeðjur Noregs en með tímanum fór hann að hugsa til fleiri samstarfsaðila sem hópurinn ætlar að setja sig í samband við.

Hann reiknar með að sú vinna muni standa fram á haust og svo væri hægt að byrja á verkinu fljótlega á næsta ári.

Hvernig lýst svo lesendum FÓKUS á þetta? Allt of framúrstefnulegt eða hrikalega flott?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti