fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Hvað segir mamma?: Jóhanna er traust, hugulsöm og úrræðagóð

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 6. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur heillað landsmenn frá því hún hóf að syngja barn að aldri. Nú sýnir hún hæfileika sína á nýju sviði, dansinum, í þættinum
Allir geta dansað á Stöð 2. DV heyrði í móður Jóhönnu, Margréti Steindórsdóttur, og spurði: Hvað segir mamma um dótturina?

„Það kemur mér ekki á óvart að Jóhönnu gangi vel í þættinum, því hún er með keppnisskap og gerir miklar kröfur til sín, er metnaðarfull og gerir allt vel sem henni er falið. Henni finnst hún oft geta gert eitthvað „aðeins betur“ sem er gott en krefjandi um leið. Hún er traust, hugulsöm og úrræðagóð og gott að eiga hana að.

Jóhanna er ákveðin í framkomu en sanngjörn og  hikar ekki að við að segja sína skoðun og standa með sjálfri sér. Nokkuð sem er ómetanlegt í þeim bransa sem hún lifir og hrærist í.

Hún er sveitakona í sér, er dýravinur og náttúrubarn. Hún hefur átt hunda frá barnæsku og stundaði hestamennsku og vann við ferðamennsku í hestabransanum sem unglingur. Held að hún hafi líkamlegan styrk sinn meðal annars vegna þess.

Jóhanna er mikil fjölskyldukona og fagurkeri, finnst gaman að hafa heimilið sitt fallegt og elskar falleg föt.

Hún er yndisleg móðir og dóttir og við mæðgurnar erum miklar vinkonur, tölumst við á hverjum degi og hittumst oft í viku.“

Lestu einnig: Harpa: Leynigestur sló í gegn á ABBA sýningu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“