fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Hvað segir mamma?: Jóhanna er traust, hugulsöm og úrræðagóð

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 6. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur heillað landsmenn frá því hún hóf að syngja barn að aldri. Nú sýnir hún hæfileika sína á nýju sviði, dansinum, í þættinum
Allir geta dansað á Stöð 2. DV heyrði í móður Jóhönnu, Margréti Steindórsdóttur, og spurði: Hvað segir mamma um dótturina?

„Það kemur mér ekki á óvart að Jóhönnu gangi vel í þættinum, því hún er með keppnisskap og gerir miklar kröfur til sín, er metnaðarfull og gerir allt vel sem henni er falið. Henni finnst hún oft geta gert eitthvað „aðeins betur“ sem er gott en krefjandi um leið. Hún er traust, hugulsöm og úrræðagóð og gott að eiga hana að.

Jóhanna er ákveðin í framkomu en sanngjörn og  hikar ekki að við að segja sína skoðun og standa með sjálfri sér. Nokkuð sem er ómetanlegt í þeim bransa sem hún lifir og hrærist í.

Hún er sveitakona í sér, er dýravinur og náttúrubarn. Hún hefur átt hunda frá barnæsku og stundaði hestamennsku og vann við ferðamennsku í hestabransanum sem unglingur. Held að hún hafi líkamlegan styrk sinn meðal annars vegna þess.

Jóhanna er mikil fjölskyldukona og fagurkeri, finnst gaman að hafa heimilið sitt fallegt og elskar falleg föt.

Hún er yndisleg móðir og dóttir og við mæðgurnar erum miklar vinkonur, tölumst við á hverjum degi og hittumst oft í viku.“

Lestu einnig: Harpa: Leynigestur sló í gegn á ABBA sýningu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það er mikið líf á MARS

Það er mikið líf á MARS