fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

Sigga Kling sýnir á sér hina hliðina: „Heimskur hlær að eigin fyndni er mitt mottó“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 4. maí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Kling, spákona og gleðigjafi, spáir fyrir landsmönnum, heldur partíbingó á Sæta svíninu öll sunnudagskvöld og er vinsæll skemmtikraftur og fyrirlesari. Sigga sýnir lesendum DV á sér hina hliðina.

Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Sigríður og vera annað en spákona og skemmtikraftur?

Ég er búin að breyta, ég hét Sigríður Klingenberg og heiti núna Sigga Kling. Ég er himinlifandi með þá breytingu og finnst að fólk eigi að breyta nafninu sínu ef það er að einhverju leyti pirrað út í nafnið af því að það breytir oft lífi fólks. Það skiptir öllu máli hvað fyrirtækið heitir.
Ég hef hins vegar aldrei hugsað út í hvað ég ætti annað að gera. Ef ég þyrfti að breyta myndi ég vilja vera hrafn og fljúga út um allt.

Hverjum líkist þú mest?
Ég vil líkjast Röggu Gísla, en er líkari Roseanne Barr.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Að ég sé opin og alltaf til í að koma í partí.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
Mannleg samskipti, krakkar í skólum eiga að fara inn á elliheimili og aðra staði að kynna sér þá og fá einkunnir út á mannleg samskipti. Þegar þú ert 8–9 ára geturðu byrjað í þessu og ef þú færð 10 í mannlegum samskiptum, þá er þér borgið.

Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund kalli á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Apple. Það er svo auðvelt samt, ég myndi hafa þetta milljón ef ég væri með þessa spurningu, þetta er allt of lítil upphæð. Ef það væri milljón færi ég í Pennann, þeir eru með einhverjar lífsstílsvörur.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Burn Motherfucker Burn. Ég ætla ekki að hafa legsteinn, ég ætla að biðja dóttur mína að fara með öskuna að Hvaleyrarvatni og það verður löngu dottið úr tísku að setja þessa steinsteypuklumpa á leiði. Mín skoðun er sú að eftir að ég dey þá verði ég alls staðar og þá þarf ég ekki að vera undir einhverjum steini.

Hvernig myndirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni?
Hiti.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi, allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
Þemalagið úr Dallas, það er yfirleitt spilað í Partíbingóinu.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Útvíðar buxur, græn Millet-úlpa og allir eins.

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Yfir og að sjálfri mér. Heimskur hlær að eigin fyndni er mitt mottó.

Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið?
Sigga þú lítur svo svakalega vel út svona sjötug, ég skil ekki hvernig þú ferð að þessu.

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega?
Ég heilsa þeim alltaf af því ég man ekki hvort ég þekki þá eða ekki. Ég heilsa öllum, brosi og segi góðan daginn. Ég ætla ekkert að setja undir mig hausinn, mér finnst óþægilegt þegar fólk lítur undan þegar það hittir mann. Og ég hrósa yfirleitt fólki í leiðinni fyrir eitthvað. Ég er lengi með: Gleðilegt sumar og Gleðileg jól. Ég æfi mig í að brosa og segja eitthvað af því mér líður betur og það kastast á mig aftur.

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?
Flest allt sem ég geri er ósiður. Ég hef ekki hætt neinum ósið.

Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest?
Að karlmenn nenni að „tjatta“ á Facebook: „Hvað ertu að gera?“ Ég hugsa bara; Guð minn góður.

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?
Donald Trump, ég veit allt um hann.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Þegar David Bowie kom til Íslands.

Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár?
Skotvopnaeign.

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Að raða grænubaunadósum upp í hillu.

Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að taka þátt ölvaðir?
Í sem flestum.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Tomma í Tomma og Jenna.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Vera á sviði fyrir framan tíu milljón manns.

Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna?
„Ég hef villst (hvar býr hún annars?)… geturðu bent mér á hvar norðurpóllinn er?“

Hvað er framundan um helgina?
Það er fullt af gleðskap úti um allt sem ég er ráðin í.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni