Samkvæmt greiningu hjá Business Insider hefur flokkur vísindaskáldskaps ásamt „fantasíu“ verið með því vinsælasta á streymiveitunni á síðustu mánuðum og sé það efni að þakka á borð við Stranger Things, Altered Carbon, Black Mirror, The OA, Lost in Space og The Cloverfield Paradox svo eitthvað sé nefnt.
Til þess að mæta eftirspurn og vaxandi áhuga áhorfenda verður sett í hágír með framleiðslu slíks efnis á komandi mánuðum.
Árið 2017 voru gamanmyndir og grínþættir það vinsælasta hjá veitunni, en nú er sagt að vísindaskáldskapur og ævintýri muni ná yfir u.þ.b. 30% af heildarefni rásarinnar, að það muni jafnframt vaxa töluvert á komandi mánuðum.
Heimildir segja að Netflix sé orðið stærra heldur en stór hluti kvikmyndaframleiðenda.
Samkvæmt Business Insider er streymivetan búin að slá út hagnað kvikmyndaframleiðenda eins og Warner Bros. og Sony. Talið er að Netflix festi í kaupum á kvikmyndahúsakeðju á næstunni til þess að halda betur í samkeppni við bíóin.