fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Leitin að ástinni kemur stundum á óvart: Þágufallssýki verri en klamydía

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 4. maí 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hverju er hinn aðilinn að leita eftir á fyrsta stefnumótinu? Skyldi vera gott að þykjast hafa áhuga á útivist? Á maður að fela bílablætið sitt?

Við vitum að það er best að sleppa því að tala um fyrrverandi, en skiptir það máli ef maður missir einhver blótsyrði út úr sér?

Samkvæmt nýrri könnun stefnumótaappsins Plenty of Fish kemur í ljós að fólk er ekki jafn yfirborðskennt og það virðist stundum vera. Raunin er sú að það sem flestir leita að er alvarlegar og góðar samræður. Nei. Ekki samræði, heldur djúpt og innihaldsríkt samtal.

Botnlaust veski og stórir bíseppar?

Dægurmenning og það sem heyrst hefur af okkar takmörkuðu íslensku stefnumótamenningu er að flestir séu að leita að stórum bíseppum, útstæðum brjóstum, þýskum lúxusbílum og botnlausu peningaveski, þegar raunveruleikinn er sá að það sem flestir eru að leita að er einhver sem hægt er að tala við.

Heil 87% sögðu að góðar samræður leiddu til þess að þeim fyndist hinn aðilinn meira aðlaðandi og meira en helmingur, rúm 60%, sögðu að það væri hægt að verða ástfanginn eftir bara eitt gott spjall.

Donald Trump er versta umræðuefnið

Það sem kemur helst á óvart var það sem svarendur sögðu um það sem skemmir fyrir, sögðu heil 58% að lélegt málfar væri það sem skemmdi helst fyrir. Þannig að ef þú ætlar að heilla einhvern, eða einhverja, þá þarf að passa sig á fallbeygingunum.

Fleiri sögðu að lélegt málfar skemmdi fyrir en nefndu lélegt kynlíf. Skemmdi það einnig meira fyrir en að smita hinn aðilann með kynsjúkdómi.

Þágufallssýki er semsagt verri en klamydía.

Könnunin var gerð í Bandaríkjunum og setur það mark sitt á sumar niðurstöðurnar. Til dæmis nefndu 51% Donald Trump sem versta umræðuefnið á stefnumóti. 20% nefndu sérstakt mataræði, s.s. ekki fara að tala um veganisma, próteinsjeikinn eða spírúlínubústið. 18% nefndu að vera þreytt á að tala um „þúsaldarkynslóðin er öðruvísi en allir hinir“.

Varðandi mikilvægasta atriðið, samræðurnar, þá sögðu 59% að það skipti miklu máli hvar hinn aðilinn stæði í stjórnmálum og myndu ekki byrja að tala við einhvern sem lýsti því yfir á stefnumótaappinu að hann/hún/hán væri með pólitískar skoðanir á öndverðum meiði.

Þar höfum við það. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Í gær

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum

Unnur birti tvær myndir – Ótrúlegur árangur á tveimur árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn

Katrín missti af milljón þegar gamalt myndband sló í gegn