Að Facebook hafi ekki fyrir löngu verið búin að setja upp stefnumótaforrit fyrir allt þetta einhleypa fólk má kallast harla furðulegt, sérstaklega þar sem samfélagsmiðillinn var upprunalega hugsaður sem stefnumótamiðill fyrir háskólakrakka (hot or not).
Mark Zuckerberg tilkynnti í gær að markmiðið með þessari nýju viðbót væri ekki að hjálpa fólki til að komast í skyndikynni heldur væri hugmyndin að auðvelda notendum að finna sér framtíðar maka.
Í ræðu sinni benti Zuckerberger á að eitt af hverjum þremur ástarsamböndum byrjar á netinu í dag en í sumum borgum eru þau jafnvel fleiri.
Viðbótin mun ekki fara í loftið fyrr en einhverntíma síðar á árinu en eftirfarandi fídusar verða í boði:
Þar til nú fyrir skemmstu var hægt að slá t.d. inn „single women near me“ eða „my friends who are single“ í leitarstrenginn. Þá kom upp listi af fólki, vinum þínum og vinum vina, sem eru einhleypir og vildu láta vita af því.
Þetta gekk þó einungis ef Facebook var stillt á ensku og nú hafa þau lokað fyirr þennan fídus, eflaust til að skapa eftirvæntingu fyrir nýju viðbótinni sem mögulega gæti sett Tinder og ámóta forrit á hausinn.