Verkefnið hefur skapað góða stemmningu á vinnustöðum landsins og í mörgum tilfellum hefur það orðið til þess að fólk velur hjólið umfram bílinn, eftir að því lýkur. Tilgangurinn er að vekja athygli á þessum heilsusamlega ferðamáta og keppt er um fjölda þátttökudaga. Þá er einnig hægt að skrá sig í kílómetrakeppni á vefsíðu Hjólað í vinnuna.
Hjólað í vinnuna var sett í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í morgun en það var Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ sem flautaði til leiks. Alma Dagbjört Möller, landlæknir, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Frímanni Gunnarsson, þáttastjórnandi fluttu ávörp á meðan að gestir fengu sér morgunhressingu. Svo var rúllað af stað.