fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

ATVINNULÍFIÐ: 6 góð ráð sem gætu hjálpað þér að fá draumastarfið

Fókus
Miðvikudaginn 2. maí 2018 10:58

Sumt má einfaldlega ekki segja í atvinnuviðtali. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú ert að sækja um draumastarfið og ert búin að skila inn umsókninni þinni og ferilsskrá. Það næsta sem gerist er að þú krossar fingur og vonast til að vera fengin í viðtal. Til að auka möguleika þína á að fá starfið er ágætt að hafa eftirfarandi í huga:

1. Hvað veistu um fyrirtækið?

Reyndu að afla þér upplýsinga um viðkomandi fyrirtæki. Finndu út hversu margir vinna þar og af hverju er verið að ráða nýjan starfsmann í starfið. Þú gætir komið skemmtilega á óvart í viðtalinu með því að vera með þessa hluti á hreinu.

2. Hvað er klukkan?

Vertu stundvís. Mættu þessvegna korteri áður en viðtalið á að hefjast. Vertu búin að fá þér eitthvað gott að borða og ekki þamba of mikið kaffi svo þú verðir nú ekki í stresskasti þegar að þessu kemur.

3. Auka eintak af ferilskrá

Taktu með aukaeintak af ferilskránni sem þú sendir með umsókninni. Eins er ágætt að koma með frumrit af prófskírteinum og önnur plögg ef vera skyldi að einhver óskaði þess að fá að sjá þau.

4. Klæddu þig upp

Hugaðu vel að klæðnaði þínum og útliti. Miðaðu klæðnaðinn við umhverfið sem þú ert að sækjast eftir að komast í. Gættu þess að andlitsmálningin sé hófleg og ilmvatnið mátulega mikið. Reyndu að haga klæðaburðinum þannig að þér líði vel. Blár og brúnn eru litir sem eru taldir heppilegir þegar sótt er um vinnu, – þetta er víst eitthvað sálfræðiatriði.

5. Andaðu djúpt

Mundu að sá sem tekur viðtal við þig fylgist með líkamstjáningu þinni. Reyndu að leyna óörygginu (ef það er til staðar) og vertu eðlileg/ur í fasi. Sumir segja að það sé gott að fara inn á klósett og stilla sér upp í sigurvegarastöðu áður en þú gengur inn í viðtalið. Þetta á að auka á sjálfsöryggi þigg og vellíðan. Kíktu á þetta merkilega myndband þar sem Amy Cuddy lýsir þessum aðferðum.

6. Erfiðar og auðveldar spurningar

Búðu þig undir að fá persónulegar spurningar um kosti þína og galla. Eins máttu búast við að fá spurningar úr ferilsskránni og hvers vegna þú hafir gert hitt og þetta í lífinu en ekki eitthvað annað. Undirbúðu sjálfa þig í huganum áður en þú ferð í viðtalið.

Yfirleitt eru margir kallaðir í viðtal á ráðningarstofur og síðan eru nokkrir sem komast í viðtal hjá viðkomandi fyrirtæki. Að komast í viðtal er ákveðinn sigur og því þýðir ekki að missa sjálfstraustið þótt þú fáir ekki starfið.

Það er ekkert annað í stöðunni en að reyna aftur og hugsa með sér að það hafi verið tap fyrir atvinnurekandann að fá þig ekki á vinnustaðinn.

Mundu að þú kemst langt með viljann að vopni – Gangi þér vel!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“