Þar sem starfsmenn voru að aka traktor inn í bílskúrskjallara flaug lítill fugl inn og á eftir honum einn mun stærri.
Maður að nafni Nikulás Einarsson greip þann stærri og sá strax að þar var smyrill á ferð en hann lét mjög ófriðlega, beitt klóm og kjafti eins og segir í frétt Vísis degi seinna.
Var honum komið fyrir í kassa og sáu menn þá að hann var bæklaður á öðrum fæti og vantaði klóna.
Einnig var hann særður á bringu en sá minni kom þá trítlandi fram hjá og sáu menn að það var sólskríkja. Smáfuglinum var hleypt út í frelsið á meðan ódámurinn var fluttur burt í kassanum.