Bauðst hann til þess í stöðufærslu á Facebook að taka að sér markaðsmálin. Það væri ekki amalegt að setjast niður með mat og einn drykk undir gítarspili og söng frá Eyfa í Leifsstöð, kannski það gerist ef yfirmenn girða sig ekki í brók með opnunartímann.
„Hver stjórnar eiginlega markaðsmálum í Flugstöð Leifs? Kl. er 18.40, fullt af fólki hér, barinn er lokaður, Nord matsölustaður er lokaður, þeir auglýsa: Breakfast-Lunch-Dinner!!! Hvenær er dinner hjá þeim??? Skal taka að mér markaðsmál fyrir veitingastaðina, sá sem sér um þau mál hlýtur að verða rekinn brátt.“