fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

KOKTEILL: Espresso Black Russian svo að þrifin gangi hraðar fyrir sig

Fókus
Föstudaginn 27. apríl 2018 15:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tiltektardagar koma oft upp á laugardegi þegar maður lítur í kringum sig og skilur ekkert í draslinu og skítnum sem hefur myndast á heimilinu.

,,Skrítið! Ég kannaðist ekki við að hafa fengið þrjátíu tjúa hunda í heimsókn sem hlupu um heimilið og lögðu það í rúst. Hvar á ég eiginlega að byrja?! Ó guð ég nenni þessu ekki.“

Hvað er til ráða? Jú, maður brettir upp ermar, dregur andann djúpt og… blandar sér Espresso Black Russian!

Restin reddast.

Áður en tiltektin hefst þarftu eftirfarandi:

1 skot af rússnesku Smirnoff vodka (sagt með viðeigandi hreim)
2 skot af Kahlúa
2 skot af rjóma
1 espresso skot
Handfylli af klökum
Súkkulaðispæni til skrauts

Aðferð:

Hellið fyrst vodka og Kahlúa í glas. Bætið við espresso skotinu og loks rjómanum. Þar á eftir koma nokkrir klakar, súkkulaðispænir og – þú ert tilbúin í þrifin!

Til þess að gera tiltektina enn skemmtilegri er sniðugt að skella góðri tónlist á fóninn og taka jafnvel nokkur dansspor með tuskuna á lofti. Frábær leið til að létta lundina á meðan þrifunum stendur.

Góða skemmtun!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“