fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

KÓNGAFÓLKIÐ: Hvað heldur þú að það þurfi margar barnfóstrur til að Kate geti litið svona vel út?

Fókus
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kate Middleton og Vilhjálmur prins eignuðust sitt þriðja barn fyrir þremur dögum síðan, þann 23. apríl, – svo nú eru þau orðin fimm manna fjölskylda.

Kung-fu fóstran Maria Borallo lætur lítið fyrir sér fara við opinberar athafnir.

Móðirin Kate var eins og vanalega óaðfinnanleg í útliti þegar hún steig fram á svalirnar með konungborinn soninn og auðvitað eru margir sem velta því fyrir sér hvernig hún fari eiginlega að þessu.

Hvort sem um kóngafólk eða ekki sé að ræða er auðvitað vandasamt að sinna foreldrahlutverkinu þegar um þrjú börn yngri en fimm ára er að ræða, en öfugt við það sem margir myndu álykta, er það enginn her af Mary Poppins dömum sem sjá um blessuð börnin, – heldur aðeins ein kona.

Sú heitir Maria Borrallo og hefur verið með fjölskyldunni frá því árið 2014, en hún byrjaði að annast frumburðinn Georg þegar hann var aðeins átta mánaða gamall.

Kung-fu fóstra

Borallo útskrifaðist frá hinum virta Norland háskóla. Kunnugir segja að hún sé algjörlega fullkomin í þetta hlutverk og starfi sínu ákaflega vel vaxin.

Hún er ekki aðeins hlý og góð barnfóstra heldur einnig vel þjálfuð í bardagalistum og hvernig á að bregðast við hryðjuverkaárásum. Þá er hún einnig sérhæfð í því hvernig best er að forða sér og sínu fólki frá ágangi paparazzi ljósmyndara sem sitja jú um kóngafólkið hvert sem það fer.

Maria Borallo býr í eigin íbúð í Kensington höll og sést oftar en ekki með krökkunum við opinberar athafnir. Reikna má með að hún verði með fjölskyldunni um ókomin ár en staðgengil fyrir þessa gæða barnfóstru hlýtur að vera flókið að finna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu