fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Hvað kostar að láta gelda læðu?: Munar allt að 10.000 kr á milli dýralækna

Fókus
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 15:38

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú nálgast sá tími sem margir gæludýraeigendur fara með kettlingana sína og láta bæði ormahreinsa, örmerkja, bólusetja og gelda.

Fókus setti upp dæmi og hringdi nokkur símtöl þar sem við könnuðum hvað það kostar að láta framkvæma þetta á fimm mánaða læðu sem er meðal stór.

Meðal verðið fyrir þetta allt saman er í kringum 31.000 krónur en af þeim níu stöðum sem við hringdum í var verðið lang ódýrast hjá Nínó, heilsuhúsi fyrir hunda og ketti í Lækjargötu í Hafnarfirði. Þar rokkar verðið á bilinu 25 til 27.000 krónum, allt eftir því hversu þungt dýrið er þar sem lyfin eru gefin samkvæmt því.

Næst ódýrust er þjónustan hjá Helgu Finnsdóttur, dýralækni í Skipholti, en þar kostar í kringum 28.000 að fara með læðu í geldingu, ormahreinsun, örmerkingu og bólusetningu.

Alltaf ódýrara fyrir strákana

Töluvert ódýrara virðist vera að láta gelda fressketti. Hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti kostar u.þ.b. 35.000 krónur að fara með læðu í þessar aðgerðir en  23.000 kr. fyrir fress. Hlutfallslega er munurinn nokkuð sambærilegur hjá öðrum dýralæknum.

Já, góðan dag. Mig langar að forvitnast um hvað það kostar sirka að koma með meðal stóra, fimm mánaða gamla læðu, í ófrjósemisaðgerð, bólusetningu, örmerkingu og ormahreinsun?  

Dýraspítalinn Víðidal:
32.500

Dýralæknastofa Reykjavíkur, Grensásvegi:
30.100

Dýraspítalinn í Garðabæ:
Sirka 31.000

Dýralækningastofa Helgu Finnsdóttur:
28.000

Dýralæknirinn Mosfellsbæ:
33.000

Dýralækningastofa Suðurlands, Selfossi:
34.127

Dýralækningamiðstöðin Grafarholti:
Sirka 35.000

Dagfinnur Dýralæknir, Skólavörðustíg:
33 – 35.000

Nínó ehf. Heilsuhús fyrir hunda og ketti:
25 – 27.000

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 1 viku

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan