fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fókus

Allison Mack (35): Ákærð fyrir að narra ungar konur í kynlífskölt – Leiðtoginn lét þær í megrun og brennimerkti við nára

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af aðalleikkonunum úr Smallville þáttunum hefur verið ákærð fyrir að narra ungar konur í til kynlífsathafna, undir því yfirskyni að um einhverskonar sjálfsshjálparhóp væri að ræða.

Leikkonan, Allison Mack (35), komst fyrst í sviðsljósið þegar hún lék Chloe Sullivan í Súperman þáttunum vinsælu Smallville. Hún  á yfir höfði sér 15 ára dóm ef hún verður fundin sek.

Mack hefur verið ákærð fyrir að lokka konur og stúlkur, alveg niður í tólf ára, til þátttöku í sadó masókískum athöfnum með leiðtoga hópsins, Keith Raniere (57). Hópurinn, sem kallast því sérkennilega nafni Nxivm, mun hafa selt konunum þá hugmynd að um einhverskonar sjálfsmyndar styrkingu væri að ræða.

Setti konurnar í megrun

Allison Mack varð fræg fyrir leik sinn í Smallville.

Leiðtoginn á að hafa sett konurnar á mjög strangt mataræði sem innihélt lámarks hitaeiningar þar sem hann kaus heldur grannar konur en digrar.

Honum er einnig gefið að sök að hafa hótað konunum að birta af þeim nektarmyndir og segja fjölskyldum þeirra frá ef þær létu ekki að vilja hans.

Hann à jafnframt að hafa brennimerkt þær með upphafsstöfum sínum við nárann og skipað þeim að kalla sig „master”.  Sjálfur á hann einnig yfir höfði sér langan dóm ef hann verður fundinn sekur.

Allison Mack var sjálf ein af 15 til 20 kynlífsþrælum mannsins, en eftir að hún hætti, þáði hún greiðslur frá leiðtoganum fyrir að smala til hans konum.

Sumar eiga að hafa verið alveg niður í tólf ára gamlar, en tvær konur halda því fram að þær hafi verið langt undir lögaldri þegar þær hófu að stunda kynlíf með manninum.

Mikið hefur verið fjallað um þetta mál í heimspressunni síðasta sólarhringinn og bíða margir spenntir eftir framvindu mála.

Hér má lesa nánar um þetta ógeðfellda mál hjá Mail Online.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Í gær

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2024 – Leitin að G-blettinum heldur áfram

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2024 – Leitin að G-blettinum heldur áfram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“