Leikkonan, Allison Mack (35), komst fyrst í sviðsljósið þegar hún lék Chloe Sullivan í Súperman þáttunum vinsælu Smallville. Hún á yfir höfði sér 15 ára dóm ef hún verður fundin sek.
Mack hefur verið ákærð fyrir að lokka konur og stúlkur, alveg niður í tólf ára, til þátttöku í sadó masókískum athöfnum með leiðtoga hópsins, Keith Raniere (57). Hópurinn, sem kallast því sérkennilega nafni Nxivm, mun hafa selt konunum þá hugmynd að um einhverskonar sjálfsmyndar styrkingu væri að ræða.
Leiðtoginn á að hafa sett konurnar á mjög strangt mataræði sem innihélt lámarks hitaeiningar þar sem hann kaus heldur grannar konur en digrar.
Honum er einnig gefið að sök að hafa hótað konunum að birta af þeim nektarmyndir og segja fjölskyldum þeirra frá ef þær létu ekki að vilja hans.
Hann à jafnframt að hafa brennimerkt þær með upphafsstöfum sínum við nárann og skipað þeim að kalla sig „master”. Sjálfur á hann einnig yfir höfði sér langan dóm ef hann verður fundinn sekur.
Allison Mack var sjálf ein af 15 til 20 kynlífsþrælum mannsins, en eftir að hún hætti, þáði hún greiðslur frá leiðtoganum fyrir að smala til hans konum.
Sumar eiga að hafa verið alveg niður í tólf ára gamlar, en tvær konur halda því fram að þær hafi verið langt undir lögaldri þegar þær hófu að stunda kynlíf með manninum.
Mikið hefur verið fjallað um þetta mál í heimspressunni síðasta sólarhringinn og bíða margir spenntir eftir framvindu mála.