fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
FókusKynning

Karen opnar eigið hjólastúdíó í haust: „Skemmtileg hreyfing skilar vellíðan“

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. apríl 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Axelsdóttir er afreksíþróttamaður til margra ára, keppti í þríþraut og hjólreiðum og margfaldur Íslandsmeistari í báðum greinum.

Hjólaþjálfun bæði innandyra og utandyra er nýja æðið, hvernig stendur á því?

„Við erum að ganga í gegnum gríðarlega framþróun í hjólaþjálfun innandyra og svokölluð vattaþjálfun er að koma í staðinn fyrir spinning. Í spinning ertu á þartilgerðu hjóli en það er erfitt að sjá mælanlegan árangur. Með tilkomu svokallaðra vattahjóla og litaþjálfunar getur fólk núna séð hvað það er að gera hverju sinni. Þetta er svipað og að fara út að hlaupa með Garmin-úr þar sem þú veist á hvaða hraða þú ert og hve marga km þú ert búinn að fara í stað þess að fara út að hlaupa án úrsins. Hvorugt er betra eða verra en flestir upplifa miklu meiri hvata af því að sjá hvað þeir eru að gera og geta mælt framfarirnar. Tala nú ekki um að hlaða upplýsingum inn á netið á Strava.

Á mannamáli þá segja vöttin til um kraftinn sem þú hjólar á. Það er algengt að konur séu í kringum 170 og karlar 230 í stöðumati en hækki um 30–40 vött eftir nokkra mánuði. Svo geturðu einnig séð hve marga kílómetra og fleira þú ert að hjóla. Þetta er mjög hvetjandi.“

Hver er lykillinn að því að vera góður hjólaþjálfari?
„Keppnisreynsla og menntun hjálpar mikið en þeir sem hafa það eru ekki alltaf bestu þjálfararnir. X-factorinn við frábæran  þjálfara er að viðkomandi hafi gott sjálfstraust og nái vel til fólks. Þú þarft að hafa einlægan áhuga á því að hvetja aðra, hlusta og sýna áhuga. Annaðhvort er fólk hreinlega með það eða ekki.

Ég vann mig úr meðalslöppu formi í það að vera afreksíþróttakona og þjálfari í London þar sem ég bjó í sjö ár. Sú reynsla hjálpar mér ómetanlega við þjálfun. Það að tileinka sér aga, gott skipulag, vera tilbúinn að leggja hart að sér og gefast aldrei upp er veganesti sem ég reyni að miðla. En það gagnast mér ekki síður að hafa lent í áfalli, misst keppnisferilinn eftir tvö alvarleg slys og aðallega vinnan við það að ná heilsu á ný. Ég hef því bæði farið úr slöppu formi á toppinn og frá algjöru heilsuhruni upp í vellíðan. Ég hef sigrað þessar tvær stóru keppnir í mínu lífi og vil gjarnan hjálpa fólki að ná sínum sigrum.“

Hvernig byggir þú upp tímana?

„Mín nálgun er sú að ég kynnist mínu fólki og hjálpa því að ná sínum markmiðum. Ég þekki það með nafni og veit hvað það er að stefna á. Með öðrum orðum, ég fæ að vera virkur þátttakandi í að sjá fólk gera jákvæðar breytingar á sínu lífi. Það er ekki til meira gefandi starf.

Fólk mætir á námskeið í sex til átta vikur, þrisvar í viku og æfingarnar eru mjög ólíkar. Það er mikilvægt að brjóta hlutina upp, því fólk er fljótt að staðna. Eina rútínan sem ég vil sjá er að hreyfing og árangur verði daglegt brauð. Slík rútína eykur vellíðan, sjálfstraust og hjálpar fólki á öllum öðrum sviðum í sínu lífi.

Þú tekur stöðumat reglulega og sérð nákvæmlega hvernig þú ert að bæta þig. Einn dag erum við að vinna með stuttar lotur, næsta dag með úthald og þann þriðja með rólegri æfingar eða brekkur. Á rólegri æfingum tek ég fyrir ákveðið þema, til dæmis að fá fólk til að hugsa út fyrir  þægindarammann eða upplifa þakklæti. Ég nota einnig mikið myndefni bæði úr keppnum til að hvetja fólk áfram eða  náttúrunni þannig að fólki líði eins og það sé að hjóla í Ölpunum eða íslenskri náttúru.“

Opnar eigið hjólastúdíó í ágúst

Í fyrra hóf Karen síðan þjálfun að nýju í Hreyfingu. „Ég ákvað að prófa hvort ég vildi aftur vera tengd hjólreiðum eftir slysin og fann að þetta er mín hilla í lífinu,“ en uppselt hefur verið á hjólanámskeið hennar síðan í haust.

„Ég ákvað að taka þetta alla leið og ætla að opna eigið hjólastúdíó í haust,“ en það verður opnað í Sólum jógastúdíó, sem verður frá og með haustinu jóga- og hjólastúdíó. ,,Til að komast í gott form þarf heildræna nálgun, þú þarft líka mýktina og að minnka streitu, sem jóga býður upp á.“ Karen byrjar með sumarnámskeið utandyra í vor, en stúdíóið opnar formlega um miðjan ágúst. „Þetta er mjög spennandi.“

Þegar nær dregur opnun má fá allar upplýsingar á heimasíðu Sólar, en einnig má hafa samband til að fá upplýsingar við Karen á netfanginu: karenaxels@gmail.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“