Reynir Traustason, rithöfundur, göngugarpur, stjórnarformaður og einn eigenda Stundarinnar með meiru, bíður nú eftir að nýjasta bók hans, Þorpið sem svaf, komi úr prentun.
Bókin fjallar um fólk í óskilgreindum þorpum og verður hún fyrsta bók nýs forlags, en tíunda bók Reynis. Áður útkomnar eru: Fólk á fjöllum: Ævintýri í óbyggðum, Á hælum löggunnar, Seiður Grænlands, Ameríski draumurinn, Sonja: líf og leyndardómar, Linda: ljós og skuggar, Skuggabörn, Ljósið í Djúpinu og Afhjúpun.
Reynir hefur jafnframt opnað Like-síðu á Facebook: Reynir Traustason-bækur.