Mál strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar var mikið í fréttum í vikunni. Athygli vakti í sjónvarpsfréttum RÚV og Stöðvar 2 þegar viðtal var tekið við Pál Winkel fangelsismálastjóra að svo virtist sem hann hefði verið truflaður við að leggja kapal í vinnunni.
Ekki er þó allt sem sýnist. „Þetta er forsíða gagnagrunns okkar í stofnuninni. Hann er greinilega áþekkur einhverjum kapalsíðum, en ég leggst ekki í kapal þegar mikið liggur við í vinnunni,“ segir Páll.
Skjáskot úr fréttum Stöðvar 2.