fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
FókusKynning

Íslandsvinir bjóða upp á hreyfiferðir: „Komdu út með okkur“

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 21. apríl 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ánægðir viðskiptavinir koma aftur og aftur vegna sanngjarns verðs og vandaðra vinnubragða

„Stærsti hlutinn af þeim ferðum sem við bjóðum upp á fyrir Íslendinga erlendis eru hreyfiferðir,“ segir Brandur Jón Guðjónsson hjá ferðaskrifstofunni Íslandsvinum, eða Iceland Explorer, sem stofnuð var árið 1998.  „Aðallega eru það göngu-, hjólreiða- og skíðaferðir, en svo förum við með fólk í „hefðbundnar“ ferðir líka“

Boðið er upp á ferðir nánast hvert sem hugurinn leitar, ef svo ber undir. „Við höfum fyrst og fremst verið í suður- og austurhluta Evrópu, og á þessu ári verðum við með hjólaferðir til Ítalíu, Austurríkis, Slóveníu og Króatíu. Og svo er nýtt á þessu ári að við bjóðum upp á hjólaferð til Kanada, en sú ferð verður um verslunarmannahelgina.“

Auk hreyfiferða er einnig boðið upp á skoðunarferðir og sérferðir fyrir hópa, starfsmannafélög sem og aðra, í árshátíðar-, helgar- og borgarferðir. „Þetta er æði fjölbreytt og í takt við fyrirspurnir sem við fáum hér inn til okkar,“ en Íslandsvinir sérsníða ferðina að óskum viðskiptavina. „Sem dæmi má nefna að ég er að fara með 19 manna hóp í hjólaferð til Slóveníu í haust og sú ferð er ekki auglýst á heimasíðu okkar.“


Brandur Jón Guðjónsson.

Mikil aukning er í hjólreiðum á Íslandi og skilar það sér í vinsældum hjólaferða erlendis. „Fólk vill prufa þessa skemmtilegu blöndu af hreyfingu, útiveru, náttúruskoðun og upplifunum við mildari veðurfar en hér heima. Við gerum þá kröfu að fólk hafi hjólað eitthvað áður til að þekkja hvernig reiðhjólið virkar og sé vant að sitja á hjóli í lengri tíma. Það er munur á að hjóla í korter, hálftíma á dag til og frá vinnu hér heima og að fara síðan í slíka ferð þar sem þú ert meira og minna viðloðandi hjólið allan daginn, nokkra daga í röð.“

Hjólaferðirnar eru í heild 8–11 daga langar og svo er það mismunandi hversu margir hjóladagarnir eru, auk þess sem að dagleiðirnar eru mislangar,  allt frá 25 km og upp undir 100 km. Hjól eru leigð erlendis af samstarfsaðilum Íslandsvina á hverjum stað. „Allir okkar samstarfsaðilar bjóða upp á ágætis hjól sem henta ferðunum okkar vel. Og þetta eru meira og minna aðilar sem við höfum unnið með mörg undanfarin ár og eru orðnir góðir vinir okkar.“

Misjafnt er milli ferða hvort hjólið er innifalið í verði ferðanna eða ekki, en það fer eftir aðstæðum á þeim stöðum sem ferðast er til. „Svo getum við nánast alltaf orðið við þeirri beiðni ef að fólk vill vera á rafhjóli frekar en venjulegu.“

 


Slappað af á siglingu milli eyja í Kvarnerflóanum í Króatíu.

„Við eigum sístækkandi hóp sem kemur með okkur reglulega í ferðir, þau sem oftast hafa komið með okkur eru t.d. búin að koma í sex mismunandi hjólaferðir á undanförnum árum, auk þess sem mörg eru að koma með okkur í annað, þriðja eða fjórða skiptið. Okkur þykir mjög vænt um tryggð þessara viðskiptavina! Okkar ferðir eru e.t.v. ekki „ódýrastar“, en þegar allt sem innifalið er í þeim er tekið með í reikninginn og sú þjónusta sem við veitum, þá finnst langstærstum hópi okkar ánægðu viðskiptavina verðið hafa verið mjög sanngjarnt.“

Ferðaskrifstofan Íslandsvinir er í Kringlunni 7, símanúmerið er 510-9500 og netfang info@explorer.is
Heimasíða: islandsvinir.is og Facebooksíða: islandsvinir.is

Setja í box:
Ferðastefna Íslandsvina er skýr hvað ferðir erlendis varðar: Ferðaskrifstofan Íslandsvinir leitast við að sérhæfa sig í ferðum sem hreyfa við hug og hjarta!

Glaðbeittur hópur á bökkum Dónár.


Slóvenía er lítil, en samt svo rík af fjölbreyttri og fallegri náttúru.


Stórbrotið landslagið í Klettafjöllunum í Kanada er meginstef hjólaferðar þangað um verslunarmannahelgina.


Búsældarlegar sveitir hvert sem litið er í ferðinni Um dali vestur.

Setja í box með ramma eða aðgreiningu milli ferða:
Þær hjólaferðir sem Íslandsvinir auglýsa og fram undan eru í ár eru hver annarri áhugaverðari og fjölbreyttari: Töfrar Gardavatnsins 2.–9. júní: Árleg hjólaferð Íslandsvina til Riva del Garda á Ítalíu þar sem farnar eru mjög fjölbreyttar dagleiðir við þessa miklu náttúruperlu.

Kanada – Klettafjöllin og Edmonton 31. júlí–8. ágúst: Leiðin milli Jasper og Banff um samnefnda þjóðgarða í stórbrotnum fjallgarði Klettafjallanna er andleg og líkamleg áskorun.

Perlur Slóveníu 16.–24. ágúst: Hjólað er um nokkra af fegurstu stöðum Slóveníu, en landið hefur margoft verið nefnt „Perla Evrópu“.

Um dali vestur – og út og suður … 4.–13. september: Hjólað er á sjö dögum um fallega dali í Austurríki og Ítalíu, milli Alpanna í norðri og Dólómítafjallanna í suðri.

Kvarnerflóinn í Króatíu 13.–23. september: Mikið ævintýri þar sem hjólað er um nokkrar af stærri eyjum Kvarnerflóans í Króatíu en búið um borð í báti sem ferjar þátttakendur á milli eyjanna, en sá bátur er frátekinn sérstaklega fyrir þennan hóp.

Dónárdraumur 23. september–1. október: Árleg hjólaferð Íslandsvina meðfram Dóná, þar sem hjólað er á sex dögum um eina fjölförnustu og vinsælustu hjólreiðaleið Evrópu, frá Passau í Þýskalandi austur til Vínarborgar í Austurríki. Létt, en mjög flott ferð!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt