Tim Bergling, eða Dj Avicii, eins og hann var best þekktur lést í dag, aðeins 28 ára að aldri.
„Það er með miklum trega sem við tilkynnum andlát Tim Bergling, einnig þekktur sem Avicii,“ segir í tilkynningu frá Diana Baron fjölmiðlafulltrúa hans. „Hann fannst látinn í Muscat í Oman í dag. Fjölskylda hans er harmi slegin og við óskum þess að þau fái frið til að syrgja í friði. Engar frekari tilkynningar verða gefnar út.“
Avicii hætti að koma fram opinberlega árið 2016 og bar við heilsufarsástæðum. Hann hafði glímt við heilsufarsvandamál í nokkur ár, þar með talið bráða brisbólgu, að hluta vegna mikillar drykkju. Hann gekkst undir aðgerð árið 2014 þar sem gallblaðra og botnlangi voru fjarlægð.