fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Sænski plötusnúðurinn Avicii látinn, 28 ára að aldri

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 20. apríl 2018 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tim Bergling, eða Dj Avicii, eins og hann var best þekktur lést í dag, aðeins 28 ára að aldri.

„Það er með miklum trega sem við tilkynnum andlát Tim Bergling, einnig þekktur sem Avicii,“ segir í tilkynningu frá Diana Baron fjölmiðlafulltrúa hans. „Hann fannst látinn í Muscat í Oman í dag. Fjölskylda hans er harmi slegin og við óskum þess að þau fái frið til að syrgja í friði. Engar frekari tilkynningar verða gefnar út.“

Avicii hætti að koma fram opinberlega árið 2016 og bar við heilsufarsástæðum. Hann hafði glímt við heilsufarsvandamál í nokkur ár, þar með talið bráða brisbólgu, að hluta vegna mikillar drykkju. Hann gekkst undir aðgerð árið 2014 þar sem gallblaðra og botnlangi voru fjarlægð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram