Forsetafrú okkar, Eliza Reid, er á Facebook eins og flestir Íslendingar. Þar hefur hún verið með aðgang, en tekið fram (eðlilega) að ekki sé um að ræða síðu skrifstofu forseta Íslands. Í vikunni ákvað Eliza að stofna like-síðu og á henni segir hún:
Kæru vinir! Nú er ég búin að stofna opinbera síðu á Fésbók („public figure“). Ykkur er velkomið að læka hana og deila henni. Með þessari nýju síðu er mér mögulegt að nota gömlu síðuna frekar fyrir einkamál þannig að ég bið alla sem vilja fylgjast með störfum mínum á opinberum vettvangi að læka við nýju opinberu síðuna. Sjáumst þar!
Líklegt er að margir munu láta sér líka við hina nýju síðu, enda forsetahjónin vel liðin, eins yndisleg og alþýðleg og þau eru.