Barnamenningarhátíð fer nú fram í Reykjavík og lýkur sunnudaginn 22. apríl næstkomandi. Komin er hefð fyrir því að fjölmargir Facebook-notendur taka þátt með því að breyta prófílmynd sinni meðan á hátíðinni stendur og setja barnamynd af sér.
Þá viku sem hátíðin stendur lítur því út fyrir að meðalaldur Facebook-notenda á Íslandi hafi lækkað all verulega.
DV leit yfir síður nokkurra þekktra Íslendinga og fékk leyfi til að birta barnamyndir þeirra ásamt mynd eins og þau líta út í dag. Varðveitum barnið í okkur.
Dagskrá Barnamenningarhátíðar má finna hér.