fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Mammút: Sendu Cher skilaboð á Facebook og gerðu eigin útgáfu af laginu Believe

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 22:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mammút, ein rómaðasta rokkhljómsveit landsins og þrefaldur sigurvegari á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár efnir til tónlistarveislu á Húrra í Reykjavík, fimmtudaginn 19 apríl.

Guðni Einarsson, tónlistargúrú DV, fór á fund við bandið og fræddist um það sem er framundan hjá þeim

Nú á hljómsveitin 15 ára starfsafmæli, er eitthvað sem stendur upp úr meira en annað á þessum tíma?

Það er svo mikið af mismunandi tímabilum, þetta er eins og að spyrja hvað finnst þér skemmtilegast að gera í lífinu, það eru svo mörg þroskastig og atriði. Við erum búin að gefa út fjórar plötur á þessum tíma og plötuútgáfan stendur alltaf upp úr. Þetta er bara eins og að segja “þegar ég eignaðist barnið mitt”. 

Er einhver ein plata sem stendur upp úr frekar en önnur? 

Nýjasta platan er alltaf best. Hinsvegar var þriðja platan okkar, Komdu til mín svarta systir, ákveðinn verndipunktur, við þroskuðumst ofboðslega mikið sem hópur við gerð plötunnar. Við urðum soldið fullorðin frá annarri plötunni inn í þá þriðju.  

Þið unnuð í þremur flokkum á Íslensku tónlistarverðlaununum, besta rokkplata, besta söngkona og besta lag. Eru þið byrjuð að huga að nýju efni?

Já, við erum byrjuð, búin með eitt lag.

Er þetta svipaður hljóðheimur og á nýjustu plötunni?

Við heyrum það aldrei á fyrsta efninu sem kemur. Við erum bara í ferðalagi núna, þetta á eftir að koma í ljós. Tilfinningin núna er kannski að gera aðeins léttara efni, – síðasta plata var soldið þung. Svo kannski verður það ekkert svoleiðis.

Hvernig er ferlið hjá ykkur þegar kemur að því að semja?

Stundum kemur einhver með smá trigger eða pælingu og við vinnum út frá því. Það endar samt oftast þannig að hver og einn semur bara sitt en í sama rýminu. Við semjum tónlistina fyrst og svo koma textar sem Katrína semur. Þegar allar laglínurnar og öll lögin eru mótuð, þá tekur bara við annað ferli.

Þið gerðuð nýverið ábreiðu af laginu Believe með Cher. Hvernig kom það til? 

Það gerðist bara í hljóðveri úti á Granda þegar við vorum að tala um Kinder Version. Stemmningin  var bara orðin aðeins of “heavy”, mikið af þungum tilfinningum. Textarnir voru allir eitthvað svo þungir, enda alltaf glatað veður. 

Við gerðum þetta bara til að losa um spennu, ýta á pásu og prófa að gera eitthvað annað í smá stund. Góð lýsing á þessu væri kannski ef þú værir búin að horfa á ógeðslega mikið af heimildarmyndum um seinni heimsstyrjöldina, svo myndirðu horfa á aðeins skemmtilegri þátt inn á milli.

Við þurftum bara eitthvað til þess að hressa upp á stemmninguna. Þetta var líka uppáhaldslagið okkar í mörg mörg ár og fyrsta platan sem Alexandra gítarleikari keypti sér!  

Sendu þið Cher ábreiðuna?

 Já, við gerðum það. Við sendum henni Facebook skilaboð en fengum ekkert svar. Frekar fyndið.  

Það hefur verið mikið ferðalag á ykkur að undanförnu, túrað mikið. Hvað er framundan hjá ykkur þar?

Þrjú gigg röð hér á Íslandi, Húrra í Reykjavík (19 apríl) , Hammond hátíðin á Djúpavogi (20 apríl) og á Græna hattinum (21 apríl). Þaðan liggur leiðin til Seattle í maí og svo taka við sumarfestivöl í Evrópu.

Ok. Þið eruð með tónleika á morgun á Húrra í Reykjavík. Hverju má fólk eiga von á þar?

Við spilum nýju plötuna “Kinder Version” (rokk plötu ársins) í heild sinni og svo vel valið gamalt efni frá okkur. Við ætlum bara að hafa partý! 

Húsið opnar kl. 20:00 og það er hægt að nálgast miða á Tix.is og við hurð en við mælum með Tix þar sem það er að verða uppselt.

Við byrjum að spila kl. 21:00!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum