fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Ferðir á tónleika lengja líf okkar samkvæmt nýrri rannsókn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri rannsókn lengja tónleikar líf fólks til muna. Rannsóknin sem gerð var á vegum O2, sem á nokkra af stærstu tónleikastöðum Bretlands, og Patricks Fagan, fyrirlesara við Goldsmith-háskólann, sýnir fram á að 20 mínútur á tónleikum leiði til „21% aukningar í vellíðan.

Enn fremur sýnir rannsóknin að ferðir á tónleika „sýni samhengi milli aukinnar vellíðunar og lengri líftíma um allt að níu ár.“ Þetta þýðir að það eru tengsl á milli tónleikaferða og líftíma.

„Rannsóknir okkar sýna fram á að miklar áhyggjur hafa áhrif á heilsu, hamingju og vellíðan,“ segir Fagan, „og að tvær vikur á milli tónleika, eða regluleg mæting á þá sé lykill að betri heilsu.“

Til að ákvarða niðurstöður rannsóknarinnar tóku þátttakendur þátt í „sálfræðilegum prófum og hjartsláttarprófum,“ þar sem þeir stunduðu athafnir sem voru jákvæðar fyrir heilsu þeirra, þar með talið að fara á tónleika, stunda jóga og fara út að ganga með hundinn. Niðurstöður sýndu að hjá einstaklingum sem fóru á tónleika jókst vellíðan og tengsl við aðra um 25% og andleg örvun um 75%.

Þó að rannsóknin sýni að Bretar kjósi að fara á tónleika, frekar en að hlusta á tónlist heima fyrir, þá er ljóst að tónlist eykur almennt hamingju fólks.

Rannsókn sem gerð var árið 2013 í Finnlandi sýndi fram á að „börn sem taka þátt í söngtímum eru mun jákvæðari í skólanum.“

Rannsókn við háskólann í Missouri sýndi í niðurstöðum sem birtar voru í The Journal of Positive Psychology að gleðileg tónlist „hefði verulega jákvæð áhrif“ á heilsuna.

„Samanburður á öllum niðurstöðum okkar með rannsókn O2, er sú að tónleikar á tveggja vikna fresti geta bætt áratug við líf okkar,“ segir Fagan.

Niðurstöðurnar hér að framan sýna svo ekki verður um um villst að tónlist og tónleikar hafa jákvæð áhrif á heilsu okkar. Við Íslendingar ættum því ekki að þurfa að örvænta enda fjöldinn allur af tónleikum í boði allt árið um kring og það styttist allverulega í sumarið og fjölda tónlistarhátíða, eins og til dæmis Secret Solstice, Eistnaflug og Bræðsluna, bara svo nokkrar séu nefndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“