Samkvæmt nýrri rannsókn lengja tónleikar líf fólks til muna. Rannsóknin sem gerð var á vegum O2, sem á nokkra af stærstu tónleikastöðum Bretlands, og Patricks Fagan, fyrirlesara við Goldsmith-háskólann, sýnir fram á að 20 mínútur á tónleikum leiði til „21% aukningar í vellíðan.“
Enn fremur sýnir rannsóknin að ferðir á tónleika „sýni samhengi milli aukinnar vellíðunar og lengri líftíma um allt að níu ár.“ Þetta þýðir að það eru tengsl á milli tónleikaferða og líftíma.
„Rannsóknir okkar sýna fram á að miklar áhyggjur hafa áhrif á heilsu, hamingju og vellíðan,“ segir Fagan, „og að tvær vikur á milli tónleika, eða regluleg mæting á þá sé lykill að betri heilsu.“
Til að ákvarða niðurstöður rannsóknarinnar tóku þátttakendur þátt í „sálfræðilegum prófum og hjartsláttarprófum,“ þar sem þeir stunduðu athafnir sem voru jákvæðar fyrir heilsu þeirra, þar með talið að fara á tónleika, stunda jóga og fara út að ganga með hundinn. Niðurstöður sýndu að hjá einstaklingum sem fóru á tónleika jókst vellíðan og tengsl við aðra um 25% og andleg örvun um 75%.
Þó að rannsóknin sýni að Bretar kjósi að fara á tónleika, frekar en að hlusta á tónlist heima fyrir, þá er ljóst að tónlist eykur almennt hamingju fólks.
Rannsókn sem gerð var árið 2013 í Finnlandi sýndi fram á að „börn sem taka þátt í söngtímum eru mun jákvæðari í skólanum.“
Rannsókn við háskólann í Missouri sýndi í niðurstöðum sem birtar voru í The Journal of Positive Psychology að gleðileg tónlist „hefði verulega jákvæð áhrif“ á heilsuna.
„Samanburður á öllum niðurstöðum okkar með rannsókn O2, er sú að tónleikar á tveggja vikna fresti geta bætt áratug við líf okkar,“ segir Fagan.
Niðurstöðurnar hér að framan sýna svo ekki verður um um villst að tónlist og tónleikar hafa jákvæð áhrif á heilsu okkar. Við Íslendingar ættum því ekki að þurfa að örvænta enda fjöldinn allur af tónleikum í boði allt árið um kring og það styttist allverulega í sumarið og fjölda tónlistarhátíða, eins og til dæmis Secret Solstice, Eistnaflug og Bræðsluna, bara svo nokkrar séu nefndar.