fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Dáðasta fólk heims árið 2018: Angelina Jolie og Bill Gates á toppnum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bill Gates og Angelina Jolie eru efst á lista yfir þá einstaklinga sem fólk dáist mest að samkvæmt árlegri könnun YouGov.

Þetta er þriðja árið í röð sem þau eru efst á listanum, eftir að honum var skipt í tvennt eftir kven- og karlkyni árið 2015. Á listanum eru 20 konur og 20 karlar, sem valin eru eftir netviðtölum við 37 þúsund einstaklinga í 35 löndum.

Á eftir Gates koma Barack Obama, Jackie Chan og Xi Jinping, en Michelle Obama og Oprah Winfrey koma á eftir Jolie.

Meirihluti kvennanna á listanum kemur úr skemmtanaiðnaðinum: Taylor Swift, Madonna, Priyanka Chopra, Liu Yifei og Gal Gadot. Þekktar stjórnmálakonur, eins og Hillary Clinton og Angela Merkel, ná þó inn á topp tíu.

Á karlalistanum eru viðskiptajöfrar og íþróttamenn áberandi; Elon Musk, Christiano Ronaldo, Lionel Messi, Warren Buffet og David Beckham. Auk Obama má þó sjá fleiri stjórnmálamenn; Xi Jinping, Vladimír Pútín og Donald Trump.

Á meðal hástökkvara frá síðasta ári eru Emma Watson, sem var í því þrettánda í fyrra og er nú í sjötta sæti, og Taylor Swift, sem var í því fjórtánda og er nú í níunda.

Í könnun YouGov má einnig sjá hvernig vinsældir einstaklinganna skiptast eftir löndum og sem dæmi þá er David Attenborough dáðastur karla í Bretlandi, á meðan Elísabet drottning er dáðust kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“

Kári skrifar Ragnari skjálfta bréf – „Ef ég man rétt tókst okkur ekki að stöðva stríðið í Víetnam“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“

Ellý segir gjaldþrotin og erfiðleika hafa gert sig sterkari – „ Ég vel að vera ljón og vera sterk“