fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

„A dyslexic man walks into a bra“: Jógvan sýnir á sér hina hliðina

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 13. apríl 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færeyski söngfuglinn Jógvan Hansen hefur svo sannarlega sjarmerað sig í hug og hjörtu landsmanna og er í dag einn af okkar vinsælustu söngvurum. Jógvan gaf sér tíma í æfingum fyrir tónleika Dean Martin og Frank Sinatra til að sýna lesendum DV á sér hina hliðina.

Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Jógvan eða vera annað en söngvari?
Ég mundi helst vilja vera húsasmiður.

Hverjum líkist þú mest?
Systur minni, er mér alltaf sagt.

Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?
Ég hef aldrei fundið neitt!

Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund kalli á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Blómabúð. Ég elska blóm.

Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú?
Að hann sé til og verði það alltaf.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
Moon River.

Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
My Heart Will Go On.

Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á?
Eiginlega ekkert held ég.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
Sway.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?
Set the Sails.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
300.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Turkish Lewis gallabuxur.

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Prumpubröndurum frá systur minni.

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
ÖHHH ja!

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega?
Já, ekki spurning.

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?
Nikótínnotkun.

Hverju laugstu síðast?
Ég þori ekki að segja það hér.

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Að lífið er stutt.

Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest?
Guð, hvar á ég að byrja. Gæti skrifað heila bók um það.

Á hvern öskraðirðu síðast?
Börnin mín í morgun, því miður.

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?
Abraham Lincoln.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma?
Turkish Lewis gallabuxur.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Vekjaraklukkan.

Hvaða frægu persónu leistu upp til en sérð eftir því í dag?
Bill Cosby.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Michael Jackson History tónleikunum í Kaupmannahöfn árið 1998. Átti miða en fór ekki.

Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt?
A dyslexic man walks into a bra.

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Hnýta króka í taumana sem fara á línu.

Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að leika ölvaðir?
Fótbolta ekki spurning.

Ef þú yrðir handtekinn án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér?
Hvað varstu að gera af þér í þetta skiptið drengur ?

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Andrés Önd.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Að búa í öðru landi. Það er svo hollt fyrir manneskju að upplifa hvernig það er að byggja sig upp.

Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?
Gaman að heyra í þér.

Ef þú myndir borða sjálfan þig, hvort myndirðu hverfa eða tvöfaldast?
Tvöfaldast.

Ef þróunarkenningin er rétt, af hverju eru svín þá ekki með vængi?
Þetta er náttúrlega bara spurning um tíma.

Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna?
Má ég bjóða þér að kaupa happdrættismiða ? Við erum að safna fyrir utanlandsferð.

Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Eurovision fyrir Íslands hönd og Donald Trump vera myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir?
Allt á uppleið.

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna?
Nei, ég mundi taka lagið með honum.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Ást.

Hvað er framundan um helgina?
Dean Martin og Frank Sinatra tónleikar í Salnum Kópavogi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“