Guðni Már Henningsson mun stýra sinni síðustu næturvakt á Rás 2 annað kvöld.
Guðni hefur starfað á Rás 2 um árabil og stjórnað næturvaktinni síðustu tæp 10 ár. Ljóst er að hlustendur Rásar 2 munu missa mikið við brotthvarf Guðna.
Þórður Helgi Þórðarson, samstarfsmaður Guðna, segir í Facefookfærslu um félaga sinn:
„Vinsældir þáttarins eru með ólíkindum, hann er með svipaða hlustun og vinsælustu prime time þættir landsins. Guðni er einstakur og hlustendur elska hann. Ég geri ráð fyrir Hemma Gunn hlustun á morgun (70-80%). Nú er okkar maður á leið í paradís fyrrverandi útvarpsstjarna, Tenerife, þar sem Svali tekur væntanlega á móti honum. Við erum nokkrir að gera okkur klára til brottfarar þangað þar sem við komum til með að rífast um dj græjurnar með regnhlíf i glösunum okkar. Takk fyrir Allt#TakkGuðni #RadioTene.“