fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Söngkeppni Samfés: Aníta stóð uppi sem sigurvegari

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 24. mars 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Daðadóttir úr félagsmiðstöðinni Fönix í Kópavogi vann Söngkeppni Samfés sem fór fram fyrr í dag í Laugardalshöllinni, en keppnin var jafnframt sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Í öðru sæti var Benedikt Gylfason frá félagsmiðstöðinni Bústöðum í Reykjavík og í þriðja sæti Elva Björk Jónsdóttir frá félagsmiðstöðinni Eden í Grundarfirði.

Aðrir vinningshafar voru Emma Eyþórsdóttir frá félagsmiðstöðinni Tían í Reykjavík fyrir besta frumsamda lagið og Unnur Elín Sigursteinsdóttir frá félagsmiðstöðinni Aldan í Hafnarfirði var valin Bjartasta vonin.

Salka Sól Eyfeld var kynnir keppninnar, en að þessu sinni kepptu 29 atriði í úrslitum eftir forkeppnir í hverjum landshluta. Í dómnefnd sátu Aron Hannes Emilsson, Dagur Sigurðsson, Hildur Stefánsdóttir, Ragna Björg Ársælsdóttir og Rakel Pálsdóttir.

Aníta á ekki langt að sækja sönghæfileikana, en móðir hennar er söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir, sem hefur meðal annars keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision.

Söngkeppnin hefur verið mikilvægur viðburður í starfi Samfés allt frá stofnun samtakanna árið 1985. Á Söngkeppninni gefst unglingum kostur á að koma fram og syngja fyrir framan jafnaldra sína af landinu öllu og ljóst að þúsundir unglinga hafa komið fram í gegn um tíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?