fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Inga María tekur þátt í söngkeppni í Bandaríkjunum: Lorde og Tom Waits á meðal dómara

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 24. mars 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Inga María Hjartardóttir er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum. Lag hennar Good in Goodbye keppir í úrslitum söngkeppninnar International Songwriter of the Year og þegar viðtalið var tekið var lag hennar efst í keppninni. Vinningslagið er valið með þátttöku dómnefndar, sem í eru meðal annarra Tom Waits og Lorde. Einnig eru sérstök verðlaun sem almenningur kýs áfram með vefkosningu, sem allir geta tekið þátt í.

Inga María er 24 ára, fædd og uppalin á Akranesi, kemur úr tónelskri fjölskyldu, afi hennar spilaði á kontrabassa og píanó og margir voru í kirkjukór. „Það var aldrei neitt annað en tónlist sem kom til greina.“

Árið 2013 flutti hún til Bandaríkjanna og hóf nám í Berklee College of Music í Boston. Námið kláraði hún á þremur og hálfu ári og flutti síðan til Los Angeles í janúar 2017. „Mér líkar mjög vel hérna. Það er yfirleitt alltaf mjög gott veður, nema núna er grenjandi rigning,“ segir Inga.
„Boston er lítil borg miðað við bandaríska borg, um 600 þúsund íbúar, það var gott að byrja þar. Los Angeles er töluvert stærri.

Keppnin er árleg keppni sem stefnir að því að hitta listamann sem hefur ekki verið uppgötvaður ennþá, ég skráði mig í desember í fyrra og fékk tölvupóst um að ég væri komin í úrslit. Það er dómnefnd sem velur í úrslit, en um 16 þúsund framlög bárust. Keppnin er tvískipt: dómnefnd, sem er skipuð fólki sem hefur náð frama í bransanum, og svo netkosning, sem allir geta tekið þátt í.

Ég tel að það sé því að þakka að ég er íslensk að ég er efst í kosningunni, fólk vill halda með „the underdog“, en þetta er líka staðfesting á því að maður er að gera rétt, þetta minnir mig á af hverju ég er að þessu.

Bara að vera í keppninni þýðir að dómnefndin er að hlusta á lagið mitt. Ég er ekki búin að kynna mér hver fyrstu verðlaunin eru, þetta gerðist allt svo hratt.“

Í dag, föstudag, verða topp 25 lögin kynnt, en 250 framlög voru í keppninni þegar viðtalið var tekið fyrr í vikunni. „Það væri frábært að vera í toppbaráttunni, en maður á enn tækifæri, þar sem vefkosningin heldur áfram. Úrslit verða síðan tilkynnt 6. apríl næstkomandi.“

Á meðal fyrri vinningshafa má nefna Gotye, Bastille, The Band Perry og Passenger og í dómnefnd í ár eru meðal annarra Lorde, Tom Waits, Bastille, Don Omar, Hardwell og Kaskade. „Þetta er stærra en ég átti von á.“

Ljósmynd: Joe Bray.

Keppir í flokki listamanna sem gefa út á eigin vegum

Inga María keppir í flokki sem heitir Unpublished, sem inniheldur listamenn sem eru ekki á vegum útgáfufyrirtækis heldur gefa tónlist út á eigin vegum. Inga María var búin að gefa út tvö lög áður, en þetta er fyrsta popplagið sem hún gefur út og er lagið í stíl við það sem hún hyggst gera í framtíðinni.

„Framundan er að gefa út EP-plötu, með fimm lögum og markmiðið er að hún komi út á þessu ári. Það ræðst af fjármagni en ég vil ekki gefa neitt út nema ég sé mjög ánægð með það,“ segir Inga María sem var að sækja um vegabréfsáritun fyrir listamenn sem heimilar henni að vinna í tónlistariðnaðinum í Bandaríkjunum næstu þrjú árin.

Inga María bjó í tvö ár í Svíþjóð og lærði þar að spila á hljóðfæri, en hún spilar á píanó, gítar, bassa og smávegis á trommur. „Það eru líka allir í tónlistarskóla þegar þeir eru litlir, læra á blokkflautu og ég spilaði á þverflautu alla mína barnæsku. Það var planið að fara aftur til Svíþjóðar, en eftir að ég komst inn í Berklee kom aldrei neitt annað til greina.“

Inga María semur bæði lag og texta, ég er að reyna að koma mér í að semja meira með öðrum en ég er svo frek að mér finnst bara best að semja ein. Ég hef samið eitt lag á íslensku, en allt annað er á ensku, kannski vegna þess að ég hlustaði svo mikið á Spice Girls sem stelpa, enskukunnáttan kom þaðan.“

„Norðurál styrkti mig með tónlistarútgáfuna sem gerði mér kleyft að taka upp þrjú lög og gefa eitt út með myndbandi,“ segir Inga María. „Ég vann hjá þeim í fimm ár til að hafa efni á að borga fyrir Berklee og ég er mjög þakklát fyrir þann styrk.“

Gallharður Eurovision-aðdáandi og stefnir á að taka þátt

Hefur þú sent inn eða velt fyrir þér að taka þátt í Eurovision?

„Ég væri klárlega til í það í framtíðinni, ég var beðin um að taka þátt í Voice í fyrra, ég er klárlega með augað á Eurovision í náinni framtíð, ég er gallharður aðdáandi.“

Hún sér fyrir sér að verða áfram í Bandaríkjunum, enda óljóst hvaða tækifæri eru handan við hornið. „Ég er búin að koma mér vel fyrir hér, er með stórt tengslanet úr skólanum, við fluttumst mörg saman til Los Angeles eftir útskrift og það eru það mörg tækifæri hér úti að ég vil ekki sleppa tækifærinu strax, þó að ég sé alltaf með heimþrá, þá safna ég bara frekar og flýg oftar heim. Ég er líka nýbúin að kynnast fjölda Íslendinga hérna. Það var örlítill léttir að finna þennan hóp, þau skilja kaldhæðnina og brandara og það er gaman að hitta þau.

Ég er að vinna fyrir tónlistarmyndahöfund, Mark Isham, sem samdi meðal annars tónlistina fyrir Crash, svo er ég að semja og spila tónlist á kvöldin og um helgar. Ég tók Music Business Management sem aðalfag í skólanum, starfsheiti mitt hjá Isham er Music Production Coordinator, ég sé um samfélagsmiðlana hans, útgáfur á plötum, markaðssetningu og allt þar á milli,“ segir Inga María, en tilviljun olli því að hún sótti um starfið.

„Ég sótti um í einhverju gríni, þetta var á erfiðum tíma, ég var að hætta með kærastanum og allt frekar ömurlegt, við hættum saman á laugardegi, ég fór í starfsviðtal á sunnudagsmorgni og fékk símtal seinni partinn um að ég hefði fengið vinnuna. Allt í einu fór allt frá núlli upp í hundrað, það var mikill léttir, sumarið var erfitt með lítinn pening og í óvissu um framtíðina. Ég er búin að læra heilmikið með frábæru fólki.

Það má kjósa einu sinni á dag í netkosningunni og ég vil hvetja fólk til að kjósa.“

Uppfært:
Því má bæta við að í gær, föstudag, sama dag og DV kom út, var lag Ingu Maríu valið sem eitt af topp 25 lögum keppninnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“