fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Páll Óskar sýnir á sér hina hliðina: „Það pikkar mig enginn upp“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 16. mars 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Óskar Hjálmtýsson verður 48 ára í dag, föstudaginn 16. mars, en hann hefur lítinn tíma til að halda upp á afmælið, því í kvöld bregður hann sér í gervi Frank-N-Furter á frumsýningu Rocky Horror í Borgarleikhúsinu. Páll Óskar endurtekur þar hlutverkið 27 árum eftir að hann steig á svið í uppfærslu Leikfélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Páll Óskar gaf sér tíma milli lokaæfinga til að svara símtali og nokkrum spurningum fyrir lesendur DV.

Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Páll Óskar eða vera annað en söngvari?

Ég er svo ánægður með nafnið mitt og starfið mitt að ég myndi ekki vilja breyta neinu.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?

Samskipti, samtöl, námstækni, kenna krökkum að klára það sem þau byrja á og að kenna þeim tilfinningalegan orðaforða og að þjálfa þau í að tala um tilfinningar sínar og tala þær út, bæði strákum og stelpum.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?

Love Hangover með Diönu Ross.

Hvað er það furðulegasta sem þú hefur keypt?

Mér finnst það ekkert furðulegt en þér kannski finnst það. Ég á tvö sett af hátölurum sem þarf að tengja sérstaklega við kvikmyndasýningarvélar, þetta eru analog hátalarar og ekkert stafrænt virkar í gegnum þá, eldgamlir hátalarar sem ég keypti í gegnum eBay. Skiptir þig engu máli en mig miklu máli.

Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið?

Þú ert nú alveg frábær en hún Diddú systir þín er nú alveg stórkostleg.

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega?

Já, hiklaust. Ég segi hæ og er meganæs.

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?

Að baða út höndunum eins og ég sé að stjórna einhverri ósýnilegri umferð.

Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það?

Lifðu og leyfðu öðrum að lifa.

Hvaða tveir hlutir eru hræðilegir hvor í sínu lagi en frábærir saman?

Lakkrís og mjólk.

Hver er fyndnasta „pick-up“-línan sem þú hefur heyrt?

Það pikkar mig enginn upp.

Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár?

Ég held það verði óheftur aðgangur fólks að internetinu.

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?

Sem betur fer engin, ég hef alltaf haft gaman í vinnunni, öllum störfum sem ég hef sinnt.

Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að leika ölvaðir?

Listdansi á skautum.

Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik?

Gone With the Wind.

Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?

I Will Survive.

Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á?

Ekkert, ég á ekkert „quilty pleasure“.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?

Cotton Eye Joe, ég kann dansinn við það þannig að það hlýtur að geta bjargað lífi mínu.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?

Pink Flamingos eftir John Waters með Divine. Sá hana fyrst 1988 og hún er árviss viðburður á björtum íslenskum nóttum þegar ég get ekki sofið. Horfi minnst einu sinni á hana á hverju sumri og kemst inn í ákveðna hliðarveröld.

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?

Madonnu.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma?

Internetið, það er mesta bylting mannkynssögunnar sem ég hef fengið að upplifa.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?

Klór með fingranöglum á krítartöflu.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?

Ég sé eftir að hafa aldrei fengið að sjá Michael Jackson á tónleikum.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?

Vondu drottninguna í Mjallhvíti, hún er langmest spennandi.

Hvað myndirðu nefna landið okkar ef við þyrftum að breyta?

Má maður ekki segja Grænland?

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?

Fara í heimsreisu, í alvöru.

Nú gengur mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna?

Afsakið það sprakk dekk á bílnum mínum get ég fengið að hringja hjá þér.

Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Eurovision fyrir Íslands hönd og Donald Trump vera myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir?

Frikki Dór fríkar út af Lagarfljótsorminum og Donald Trump gæti ekki verið meira sama.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?

Við lifum til að læra.

Hvað er framundan um helgina?

Frumsýning á Rocky Horror. Öll orkan, hvert einasta rauða og hvíta blóðkorn í mér fer í þessa sýningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“