Píratar eru viðkvæmari en aðrir og er gjarnan misboðið ef þeir eru gagnrýndir. Þar sem Pírötum er ógerlegt að tjá einfalda hugsun í stuttu máli sendir borgarfulltrúi þeirra þingmönnum Reykjavíkur langt bréf um ekki neitt. Þar kemur þó fram að hann krefjist afsökunarbeiðni frá utanríkisráðherra vegna þess að með honum á fund borgarfulltrúa og þingmanna Reykjavíkur mætti oddviti sjálfstæðismanna í komandi borgarstjórnarkosningum.