fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
EyjanFastir pennar

Heimir skrifar: Sendum þann rússneska heim og lokum á landa hans

Heimir Hannesson
Föstudaginn 14. október 2022 15:00

Heimir Hannesson, blaðamaður, DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir bárust í dag af því að sterkar vísbendingar séu um að rússnesk stjórnvöld styðji nauðungarflutning barna frá Úkraínu til rússlands þar sem þau eiga að hljóta rússneskt uppeldi. Aðgerð sem skilgreind er sem þjóðarmorð, og einhver sú ógeðfelldasta og ómanneskjulegasta sem Evrópa hefur séð á þessari öld. 

Á meðan valsar rússneskur sendiherra um götur Reykjavíkur eins og ekkert hafi gerst.

Íslensk stjórnvöld hafa nákvæmlega engra hagsmuna að gæta í rússlandi. Útflutningur þangað var árið 2019 eitthvað um tíu milljarðar. Árið 2021 hafði sú tala rúmlega helmingast í 4,5 milljarða.

Vörusala til Portúgals nam árið 2021 14 milljörðum. Bretar keyptu vörur og þjónustu af okkur fyrir 68 milljarða og Bandaríkin 58.

Vörusala til Úkraínu árið 2021 samkvæmt Hagstofu var 8,1 milljarður. Næstum tvöfalt meiri en til rússlands.

Efnahagur rússlands er á stærð við Brasilíu eða Suður Kóreu. Ítalir eru fleiri en rússar hér á landi og fleiri Íslendingar þar en í rússlandi. Við kaupum meira þaðan en af rússum og seljum þeim meira en við seljum austur. Ítalir eru Evrópusambandsríki og ræna ekki börnum í þúsundavís. Lýðræðisríki, þó lýðræðið þar sé kannski ögn litríkt á köflum.

Engu að síður gerum við út sendiráð í moskvu en ekki í Róm.

Íslendingar, íslensk þjóð og ríki, hafa nákvæmlega ekki neitt að gera við rússneskan kremlverja hér á landi og með algjörum ólíkindum að ekki sé búið að kalla okkar fólk heim frá moskvu.

Í október 1997 heimsótti hátt settur embættismaður Taívan Ísland. Kínverjar mótmæltu fyrirhuguðum fundi hans og Davíðs Oddssonar þáverandi forsætisráðherra hástöfum og hótuðu öllu illu færi fundurinn fram. Leiðari Þjóðmáls fjallaði um málið:

„Fundurinn er mikilvæg yfirlýsing um að forsætisráðherra láti ekki hótanir stórveldis hindra sig í að ræða við hvern þann gest sem sækir okkur heim og vill hitta forystumenn lands og þjóðar. Vonandi vekur fundurinn sem mesta athygli og sýnir sem flestum að Íslendingar taki sjálfstæðar ákvarðanir í utanríkismálum […].“

Skemmst er frá því að segja að Davíð hitti taívanska embættismanninn, og sendi um leið skýr skilaboð til stjórnsama stjórnvaldsins í Peking.

Ísland er örríki sem þó heyrist hátt í á alþjóðasviðinu. Sú staða færir landinu tækifæri sem öðrum stærri ríkjum gefst ekki. Með öðrum orðum, í krafti smæðar okkar erum við ekki bundin sömu reglum, sama prótokol, og önnur ríki. Við höfum efni á að fylgja hjartanu og getum endrum og eins boðið taívönskum embættismanni í kaffi. 

Nú er slíkt tækifæri á borðinu. Nú getum við gert það rétta í stöðunni. Fylgt samviskunni. 

Lokum sendiráðinu okkar í moskvu og sendum mannýlduna sem pútín geymir hér hjá okkur heim til sín. Helst landleiðina í gegnum Úkraínu svo hann geti stúderað vandlega viðbjóðinn sem honum var falið að verja gagnvart Íslendingum.

Þá væri jafnframt rétt að fara að ráði Tékka og banna komur rússneskra ferðamanna til landsins, að meðtöldum þeim sem hafa gilda Schengen áritun. Þeir rússar sem hafa ráð á rándýrum ferðum til Íslands eru löngu komnir með vegabréf frá öðrum löndum, svo bannið yrði að mestu táknrænt og tekjutapið lítið sem ekkert. Skilaboðin yrðu þó skýr.

Þangað til það er gert nýtur sendiherrann áfram lífsins í Reykjavík og við hin getum notið þeirrar huggulegrar tilhugsunar, að maðurinn á næsta borði á veitingastaðnum, í næsta sæti í bíóinu, í röðinni í Krónunni, gæti verið sendiherra rússa á Íslandi. Varðmaður barnaræningja og morðingja.

Sendiherrann umræddi. Sendum hann heim. Mynd/rússneska sendiráðið á Íslandi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
EyjanFastir pennar
02.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin