fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fastir pennarLeiðari

Það er hjálp að fá!

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 17. mars 2021 10:56

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimilisofbeldi er alvarlegt vandamál og stórt lýðheilsumál. Lengi vel var öll umræða um heimilisofbeldi tabú en sem betur fer hafa nú fjölmargir stigið fram og sagt frá reynslu sinni sem þolendur heimilisofbeldis. Yfirleitt eru þetta konur, þó að karlar séu líka þolendur, og hafa margar þeirra skammast sín mikið fyrir að vera of lengi í sambandi með manneskju sem beitti ofbeldi. Hingað til höfum við þó ekki heyrt í mörgum gerendum en það er hjá þeim sem vandinn liggur.

Í nýjasta helgarblaði DV er úttekt á heimilisofbeldi þar sem rætt er við Andrés Ragnarsson sálfræðing sem rekur verkefnið Heimilisfrið sem er ætlað gerendum í heimilisofbeldismálum. Vissulega er mörgum vísað til Heimilisfriðar eftir að hafa orðið uppvísir að því að beita ofbeldi í nánu sambandi en þangað kemur líka fólk að eigin frumkvæði því það hefur einlægan vilja til að hætta að beita ofbeldi og er tilbúið til að taka við hjálp.

Andrés segir þó marga gera lítið úr ofbeldinu í byrjun eða segjast jafnvel ekki muna eftir því. Það vekur athygli að hann segir þetta eðlilegt: „Fólk kemur hingað uppfullt af skömm og þarf að verja sig með einhverjum hætti því annars er nánast ógjörningur að horfast í augu við sjálfan sig.“ Það vill enginn vera manneskja sem beitir ástvini sína ofbeldi. Samt er það staðreynd að fjöldi fólks gerir það.

Verkefnið Heimilisfriður hét í upphafi Karlar til ábyrgðar en nafninu var breytt árið 2013 enda alls ekki bara karlar sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Af þeim sem koma til Heimilisfriðar eru um 75% karlar, 25% konur og einstaka trans fólk. Það eru sannarlega ekki allir sem hafa beitt heimilisofbeldi sem þangað koma en þetta ætti að geta gefið einhverja hugmynd.

Kvennaathvarfið er með mjög áhugaverða vefsíðu þar sem hægt er að sækja sér ýmsan fróðleik. Þar er meðal annars fjallað um ólíkar tegundir ofbeldis en flestir tala almennt bara um andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. Þar er hins vegar líka fjallað um stafrænt ofbeldi og fjárhagslegt ofbeldi.

Stafrænt ofbeldi er þegar ofbeldi er beitt með notkun tækni, til dæmis að senda skilaboð gegnum samfélagsmiðla, síma eða tölvupóst. Eitt dæmi um það er þegar maki stýrir því hverja þú mátt tala við gegnum samfélagsmiðla eða í síma.

Fjárhagslegt ofbeldi er leið til að stjórna makanum í gegnum fjárhag. Dæmi um slíkt er þegar maki tekur launin þín af þér, skammtar þér peninga eða eyðileggur persónulega muni þína viljandi.

Nú hvetjum við ekki bara þolendur til að leita sér hjálpar, við hvetjum gerendur til að leita sér hjálpar. Það er hjálp að fá!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Lögmál um fylgisfall stjórnarflokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Að dæma konu fyrir sjálfsvörn

Ágúst Borgþór skrifar: Að dæma konu fyrir sjálfsvörn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?

Svarthöfði skrifar: Hvort gekk Sigríður Andersen í Miðflokkinn eða öfugt?
EyjanFastir pennar
17.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Besta ákvörðunin
EyjanFastir pennar
13.10.2024

Björn Jón skrifar – Að hætta tilgangslausu streði

Björn Jón skrifar – Að hætta tilgangslausu streði
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin
EyjanFastir pennar
06.10.2024

Björn Jón skrifar – Fjölmiðlamálið og eyðilegging stjórnmálanna

Björn Jón skrifar – Fjölmiðlamálið og eyðilegging stjórnmálanna