fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fastir pennarLeiðarar

Karlar sem pressa á konur til að stunda kynlíf

Tobba Marinósdóttir
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 14:00

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari DV sem birtist í Páskablaði DV sem kemur út í dag. 

Ég rakst á áhugaverða umræðu um karlmenn sem pressa á konur til þess að stunda kynlíf sem ég hef ekki geta hætt að hugsa um.

Ég tala hér um konur og karlmenn en auðvitað getur þetta átt við um öll kyn á alla kanta. Þetta hefur löngum verið gruggugt svæði og það kannast örugglega of margir við að hafa átt samneyti sem skilur eftir sig óþægilegar tilfinningar og tómleika á þann hátt sem erfitt er að orða. Eins og þú hafir vitað allan tímann að þú og viðkomandi vilduð sitt hvorn hlutinn, en hann pressaði svo mikið og jafnvel við aðstæður sem voru erfiðar og hugsanlega var áfengi haft um hönd.

Kvöldið líður og síðar meir virðist einhvern veginn auðveldara að láta undan og mögulega er þetta það sem þú vilt? Þetta hljómar kannski skringilega en einhvern veginn verða þessar aðstæður til og trúðu mér, Pressukarlinn veit hvað hann er að gera. Hann er að gera það sem hann gerir best.

Pressa og bíða færis.

Af hverju í fjandanum sækjast menn – og almennt fólk – eftir uppgjafarkynlífi sem svo augljóslega er að fara að skilja eftir sig vondar tilfinningar?

Þegar Pressukarlarnir komu til tals hjá okkur vinkonunum kveiktu flestar strax og voru jafnvel nefnd nöfn á þekktum Pressukörlum. Ég veit í raun ekki af hverju ég hafði aldrei kveikt á þessu áður. Ég skildi aðstæðurnar og tilfinninguna sem þær lýstu en gat á einhvern hátt ekki orðað það fyrr.

Einn helsti Pressukarlinn stundaði það til dæmis að láta eins og hann ætlaði að heilsa konum á skemmtistað með því að kyssa þær á vangann, en náði á einhvern undraverðan hátt að enda í slímugum sleik við grunlausa konuna, sem hélt að hún væri að heilsa honum snyrtilega en missti alla stjórn á aðstæðum og það innan um fullt af fólki. Hún fraus og fólkið í kring tók þessu sem þau vildu næði.

Þetta er eitt dæmi um hvernig hann byrjar og vinnur svo í sektarkenndinni og ónotunum sem hann hefur komið af stað. Á einhvern ruglaðan hátt getur Pressukarlinn búið til aðstæður þar sem konan er farin að upplifa að hún skuldi honum eitthvað.

Pressukarlinn tekur ekki mark á stuttum svörum og skilaboðum um að hann sé ekki að gera gott mót og þykist ekki ná þeim. Þykist ekki skilja að kurteisislegar tilfærslur undan nálægð eru ekki tilviljun. Hann bíður færis.

Stundum hittir hann á augnablik þar sem hann sér að varnargarðar konunnar liggja niðri af einhverjum ástæðum og þá er rétti tíminn til að brosa breitt – og pressa.

Þegar manneskja færir hönd af rassinum á sér er það ekki leikur. Það þýðir ekki að Pressukarlinn eigi að reyna að koma henni í stuð eða ná henni þegar hún er ekki á varðbergi.

Þetta er ekki gruggugt svæði.

Pressukarlinn er ofbeldismaður. Hann er ekki að misskilja. Hann skilur mjög vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Sögubrot í miðri atburðarás

Björn Jón skrifar: Sögubrot í miðri atburðarás
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim
EyjanFastir pennar
04.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd!): Nei, nú hættum við að láta plata okkur!

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd!): Nei, nú hættum við að láta plata okkur!
EyjanFastir pennar
03.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið