fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fastir pennarLeiðarar

Stóra leyndarmál lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 19. mars 2021 10:30

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplýsingaóreiða er orð sem hefur flogið hátt síðustu misseri. Með aukinni tækni kemur aukið flæði upplýsinga sem oft er erfitt að sannreyna en ná engu að síður miklu flugi hratt. Það er auðvelt að að dreifa röngum eða misvísandi skilaboðum kerfisbundið en oft mun flóknara að leiðrétta rangfærslurnar.

Það er því ákaflega mikilvægt að fjölmiðlar vandi sig í hvívetna og sannreyni þær upplýsingar sem unnið er út frá hverju sinni. Gott og vel. En til þess – þá þurfa réttar upplýsingar frá fyrsta aðila að vera tryggðar. Gott upplýsingasamband fjölmiðla við uppsprettu nauðsynlegra upplýsinga skiptir höfuðmáli.

Almannavarnir hafa staðið sig vel í þessu síðustu mánuði. Reglulegir upplýsingafundir, upplýsingafulltrúi sem svarar símanum og skilningur er fyrir því að fjölmiðlar eru að vinna vinnuna sína með því að kalla sífellt eftir nýjum upplýsingum. Það þjónar hagsmunum okkar allra.

Starf mitt sem blaðamaður er að spyrja spurninga. Starf forsvarsmanna framlínustétta er að svara – og það hratt og örugglega þegar mikilvæg mál eru til umræðu. Þannig tryggjum við að réttar upplýsingar séu í umferð enda hafa þessar stéttir upplýsingaskyldu að gegna. Vandamálið er hins vegar að þrátt fyrir að almannavarnir hafi sinnt upplýsingaskyldu vel síðustu mánuði er það undantekning frekar en regla í hinum opinbera geira.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er hinsvegar dæmi um hvernig ríkisstofnun hefur algerlega brugðist almenningi að þessu leyti. Upplýsingar berast seint og illa.  Upplýsingafulltrúinn svarar helst ekki síma og menn benda hver á annan og hætta svo að svara.

Ítrekað hefur DV kallað eftir því að upplýsingaflæði frá lögreglu verði bætt. Ekki er verið að biðja um upplýsingar sem ekki má veita heldur lágmarkssvör og forðast þannig upplýsingaóreiðu. Þegar stórir fjölmiðlar fá einungis upplýsingar frá afbrotamönnum og verjendum þeirra þar sem enginn hjá lögreglunni tekur símann erum við öll komin í vanda. Hvernig er hægt að tryggja réttlátan fréttaflutning frá öllum hliðum ef engin svör – eða sein og oft yfirlætisleg svör – eru aðeins í boði frá mikilvægasta aðilanum við borðið?

Ítrekað er verið að biðja um svör til þess að tryggja öryggi fólks og koma í veg fyrir að fréttaflutningur skaði rannsókn lögreglu. Sem dæmi kallaði ég eftir því að fá staðfestingu á að myndband sem DV hefði undir höndum tengdist ekki morðmáli og myndi ekki skaða rannsókn ef það væri birt. Það var ekki auðsótt að fá þau svör og ekki vel tekið í fyrirspurnina. Annað dæmi um upplýsingaóreiðu að tilstuðlan lögreglu eru dagbókarfærslur lögreglu. Þessi færsla var send út á fjölmiðla á þriðjudagskvöldið kl. 22.32:

Tilkynnt um aðila sem gekk í hús í fullum skrúða frá Landsbjörgu, bað fólk um bankanúmer, kennitölu og netfang í hverfi 107.

Þessi færsla vekur fleiri spurningar en svör. Var viðkomandi að reyna að svindla á fólki eða var hann í raun á vegum Landsbjargar? Af hverju var hann tilkynntur til lögreglu? Ég hafði strax samband við lögreglu en fékk engin svör. Þá hafði ég samband við Landsbjörg en fékk ekki svar svo seint um kvöld. Þarna lá í augum uppi að rangar fréttir gætu farið á flug. Sem þær og gerðu. Fréttir með fyrirsögnum á borð við: Dulbjó sig sem björgunarsveitarmann birtust á stærsta vefmiðli landsins og dagbókarfærslan í heild sinni með. Fréttin var svo leiðrétt og fram kom að viðkomandi einstaklingur var að safna bakvörðum í umboði Landsbjargar, en þá var fréttin komin í þó nokkra dreifingu.

Upplýsingafulltrúi Landsbjargar heyrði fyrst af málinu þegar hann fékk fyrirspurn frá fjölmiðlum. Að senda hálfkveðnar vísur á alla fjölmiðla í landinu er ábyrgðarhluti.Lögreglan hefur upplýsingaskyldu að sinna.  Það er hennar starf að svara – líkt og það er mitt starf að spyrja.

Upplýsingafulltrúi lögreglunnar mætti gjarnan kveikja á símanum sínum – og gefa upp númerið því borðsíminn hans virðist vera bilaður. Ætli stóra leyndarmál lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sé ekki farsímanúmer upplýsingafulltrúans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
EyjanFastir pennar
20.12.2024

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
EyjanFastir pennar
19.12.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
EyjanFastir pennar
12.12.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ýmislegt stórt mun gerast
EyjanFastir pennar
09.12.2024

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu