fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Sagan um saklausa símtalið

Svarthöfði
Föstudaginn 26. febrúar 2021 11:30

Myndin er samsett - Mynd af Áslaugu/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo Áslaug Arna dómsmálaráðherra hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag til að ræða um upplýsingagjöf lögreglu. Ekkert til að skipta sér af rannsókninni heldur bara til að kanna hvort ekki hefði komið óþarflega mikið fram í fréttatilkynningu lögreglu til fjölmiðla. Og þessu eigum við að trúa.

Svarthöfði er alveg að kaupa þessa afsökun. Auðvitað hafði það ekkert að gera með að fjármálaráðherra, Bjarni Ben, formaður flokks Áslaugar, hafði verið viðstaddur meint sóttvarnabrot í Ásmundarsal og ýjað var að þeirri staðreynd í tilkynningunni. Sei, sei, nei. Hún var bara að velta því fyrir sér hvort þetta væri eðlilegt.

Það er nefnilega svo á Íslandi að ráðherrar eru svo vel inni í öllum málum sem heyra undir ráðuneyti þeirra að svona símtöl eru fullkomlega eðlileg.

Alveg eins og þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, hringdi í lögreglustjóra vegna rannsóknar í lekamálinu. Allt svo gott og blessað, svo venjuhelgað og eðlilegt.

Hvers vegna hefði Áslaug líka átt að vera að hringja og skipta sér af? Eins og Bjarni hefur sjálfur margoft sagt þá gerði hann ekkert rangt á samkomunni í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Honum varð ekkert á í messunni, heldur staðarhöldurum.

Síðar kom reyndar í ljós að staðarhaldarar gerðu heldur ekkert rangt, að þeirra mati, miðað við fréttatilkynningar.

Hver er þá sökudólgurinn í þessu? Ásmundarsalur sem hélt samkomu sem ekkert var að? Fjármálaráðherra sem mætti á samkomuna sem braut ekki gegn neinu? Lögreglumaðurinn sem greindi frá uppákomu á umræddri skemmtun? Áslaug sem hringdi án þess að skipta sér af? Eða við almenningur sem greinilega skiljum ekki neitt, að þeirra mati?

Þetta er bara ys og þys út af engu. Má ekkert lengur? Áslaug var þó í dauðafæri að nýta klassíska afsökun í þessu máli. Því það hlýtur að vera eðlilegast í heimi að hringja í fólk á aðfangadag og óska því gleðilegra jóla. Jólakortin koma hvort sem er alltaf í janúar.

Nei, Svarthöfði sér ekkert að þessu. Ef eitthvað er þá er þetta bara fallegt. Traustur vinur getur gert kraftaverk.

Svo er annað sem gleymist líka í umræðunni um þetta mál. Bjarni Ben var klárlega að styðja við menningu og listir. Og undan því má nú varla kvarta. Við erum með fullt af frambærilegum listamönnum sem gjarnan sækja um að komast á launaskrá hjá ríkinu með þessum blessuðu listamannalaunum. Bjarni var líklega bara að vinna heimavinnuna sína og fórna til þess Þorláksmessukvöldinu. Listhneigð hefur aldrei drepið neinn.

Við eigum svo duglega ráðherra. Takk fyrir allt og gleðileg jól, kæru Sjálfstæðismenn. Svarthöfði styður ykkur heilshugar. Alla leið.

Munið bara eftir Svarthöfða þegar kemur að úthlutun fjölmiðlastyrkja. Svarthöfði er líka traustur vinur, allt til enda veraldarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið

Steinunn Ólína skrifar: Að trúa á hæpið er hæpið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland

Sigmundur Ernir skrifar: Sveifluríkið Ísland
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
19.10.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið
EyjanFastir pennar
18.10.2024

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir

Steinunn Ólína skrifar og talar: Loftlausir hoppubelgir
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim