fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fastir pennar

Helvítis píkan þín

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 13. febrúar 2021 15:00

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill eftir Tobbu Marinósdóttur ritstjóra DV

Mikil vitundarvakning hefur orðið um kynlíf síðasta áratug sem betur fer. Rúv hóf nýverið kynheilbrigðisátak og hefur stóraukið umfjallanir um kynheilbrigði. Ég fagna því og fer um leið að hugsa út í af hverju mér er finnst svona óþægilegt að nota orðið píka.

Ég heyri að mér yngri konur nota það mun meira og óhikað og þannig koma orðinu ólituðu áfram til barna sinna sem er gott og gilt.

Ég hins vegar sækist eftir því að nota frekar önnur orð sem eru samt öll eitthvað svo máttlaus og til þess fallin að dúlla þennan líkamshluta sem þarf ekkert að dúlla upp. Hann er æðislegur.
Tepruskapur segja einhverjir. Við nánari umhugsun er ástæðan fyrir því að ég hika áður en ég nota orðið píka er að ég er af þeirri kynslóð að píka var mjög oft notað í niðrandi tilgangi líkt og blótsyrði.

„Helvítis píkan þín.“

„Hún er nú meiri píkan.“

„Þú ert algjör píka.“

Orðið píka hefur því verið gjaldfellt í áraraðir og það tekur tíma í hugum margra að afmá þessa vitleysu að tengja orðið við niðrandi ummæli. Það segir enginn „helvítis typpið þitt“. Mér dettur helst í hug karlpungur sem skammaryrði tengt kynfærum karla en píka, tussa og kunta fyrir kvennmanssköp.

Að tengja líffæri okkar við skammyrði hefur áhrif á sjálfsmynd okkar og hvað þá svona mikilvægan hluta af okkur og sjálfsmynd okkar. Það er líka alveg hrikalega hallærislegt. Aldrei myndum við segja : Helvítis olboginn þinn! Þú ert nú meiri ilinn! Alltaf sama hnésbótin! Djöfulsins kinnbeinið þitt!

Píka er fínt orð og líkamshlutinn stórfenglegur. Það tekur tíma að upphefja orðið í hugum margra sem voru kallaðar eða kölluðu einhvern „helvítis píku“. Það er allt í lagi að hiksta á orðinu píka. Það má líka nota orðið pjalla, sköp, klof, klobbi eða hvað sem fólk vill.

Mestu máli skiptir að við tjáum okkur um þessi málefni, kynlíf og kynheilbrigði. Orðavalið má vera allskonar eins og fólkið sjálft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Hið dularfulla og ljóðræna

Björn Jón skrifar: Hið dularfulla og ljóðræna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
EyjanFastir pennar
20.03.2025

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
20.03.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti