fbpx
Föstudagur 13.desember 2024

Eyþór vildi ekki Áslaugu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. febrúar 2018 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppstilling á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík veitir ágæta innsýn í það sem er að gerast á bak við tjöldin í flokknum.

Liðsmenn Guðlaugs Þórs virðast hafa náð lykilstöðu og hafið hreinsanir.

Þeir vildu skipta öllum fyrri frambjóðendum út og handvelja nýja úr eigin röðum. Til að ná því fram hönnuðu þeir „leiðtogaprófkjör“ og sniðgengu hefðbundið prófkjör.

Áslaug Friðriksdóttir (Sophussonar) var ekki í náðinni, þó hún hafi fengið næstbestu útkomu í “leiðtogaprófkjörinu” og hefði lýst vilja til að starfa áfram fyrir flokkinn.

Hún hefur þó talsverðan stuðning og hefði án efa fengið mun betri kosningu ef um hefðbundið prófkjör hefði verið að ræða.

Henni var einfaldlega kastað á dyr.

Þetta má glöggglega sjá í skrifum hennar á Facebook og svörum Eyþórs Arnalds við þeim.

Áslaug segir (feitletrun er mín):

“Kæru vinir, enginn getur gengið að neinu vísu í pólitík. Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur.

Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Ég óskaði eftir að skipa 2. sæti listans, þrátt fyrir að vita að ég hefði ekki stuðning meirihluta kjörnefndar nema nýr leiðtogi styddi þá tillögu. Svo reyndist ekki vera og því fór sem fór.

Og Eyþór bregst við þessu og segir:

“Vel orðað og rétt”, sagði Eyþór.

Sem sagt, Áslaug var rekin og kvödd með kinnhesti á leiðinni út…

Niðurstaðan var ekki úr lýðræðislegu kjöri heldur ákveðin af fámennri klíku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar

Steinunn Ólína skrifar: Bríet Ísis Elfar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhelm fær fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og húsbrot – „Ég slæ þig fokking fast utan undir ef þú fokking heldur ekki kjafti“

Vilhelm fær fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og húsbrot – „Ég slæ þig fokking fast utan undir ef þú fokking heldur ekki kjafti“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar á hálum ís

Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar á hálum ís