fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Alræmdasta tölvuþrjóti heims fagnað í Hörpu

Guðmundur Ragnar Einarsson
Miðvikudaginn 21. mars 2018 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Nix, forstjóri Cambridge Analytica, hefur verið rekinn. Það var ekki annað hægt í gjörningaveðrinu sem gengur yfir Facebook vegna framferðis þessa fyrirtækis. Cambridge Analytica hefur þakkað sér að Trump náði kosningu sem forseti Bandaríkjanna. Nú kemur í ljós að það var með siðlausum og hugsanlega glæpsamlegum hætti.

En það er merkilegt að hugsa til þess að Nix var sérstakur gestur á ráðstefnu tölvufyrirtækisins Advania nú í haust. Hann kom í Hörpu og var ákaft fagnað. Hér má sjá stutt viðtal við hann, mjög faglega unnið . en um fundinn sagði á síðu íslenska fyrirtækisins:

Alexander Nix, forstjóri Cambridge Analytica, hélt magnað erindi á Haustráðstefnu Advania og skildi marga gesti eftir orðlausa. Hann fjallaði um umdeilda markaðstækni sem fyrirtækið hans hefur þróað og gerir viðskiptavinum þess kleift að sérsníða skilaboð til neytenda og kjósenda með mun nákvæmari og áhrifaríkari hætti en áður hefur þekkst.

Þetta er merkilegt að lesa nú þegar hefur fengist staðfest að menn eins og Nix standa í raun fyrir algjörri eyðileggingu og úrættun þess sem eitt sinn töldust vera hugsjónir upplýsingabyltingarinnar, að hún myndi færa okkur meiri og betri tengsl, upplýsingar og umræðu. Þannig er Nix í raun að boða hreinræktaða siðspillingu og mikið áhyggjuefni að svona mikill hljómgrunnur sé fyrir boðun hans.

Ef við fylgjum mönnum eins og Nix er ljóst að upplýsingasamfélagið breytist í hreina martröð þar sem engin leið er að vita hverju er hægt að treysta. (Það er þó verið að sporna á móti, sérstaklega innan ESB, og síðan má benda á löggjöf sem Bretar hyggjast setja þar sem verða hertar reglur um starfsemi svokallaðra áhrifavalda.)

Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður og rithöfundur, segir svo frá fundinum með Nix.

Það var einn besti fyrirlestur dagsins enda sýndi hann fram á að það er í raun ekkert sem heitir „frjálst val“ ef rétt er staðið að því að „velja fyrir fólk“. Cambridge Analytica var með 5 milljón $ á mánuði þegar þeir voru ráðgjafar í kosningabaráttu Trump. Þeir hafa líka unnið fyrir stofnanir eins og NRA.

Setti í mann óhug og maður fékk það óneitanlega á tilfinninguna að Alexander Nix væri ekki þjakaður af samfélagslegri ábyrgð þegar hann þeystist áfram á nýja dýra sportbílnum sínum.

Í Biblíunni stendur:

Þá sagði höggormurinn við konuna: „Vissulega munuð þið ekki deyja! En Guð veit, að jafnskjótt sem þið etið af honum, munu augu ykkar upp ljúkast, og þið munuð verða eins og Guð og vita skyn góðs og ills.“

En Cambridge Analytica hefur fundið leið framhjá því.

Frjálst val, gagnrýnin hugsun og frjáls vilji er ofmetinn. Það eru meiri peningar í því að taka „réttar“ ákvarðanir fyrir fólk með að höfða til tilfinninga þeirra, ótta, hrifnæmi og svoleiðis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur