Þá er dollarinn kominn niður fyrir 100 kall. Það er ekki mikið umræða um gjaldmiðilsmálin núna, Bjarni Benediktsson segir að við skulum byggja á krónunni – væntanlega er öll ríkisstjórnin sammála um það. Svo verður umræða tekin eftur eftir næstu kollsteyptu.
Pétur Óskarsson, sem starfar í ferðaþjónustu, setti þessi orð inn á Facebook ásamt meðfylgjandi mynd:
Við sem erum að selja íslenska ferðaþjónustu erlendis finnum flest fyrir því að íslenska krónan er að valda miklum búsifjum í ferðaþjónustunni sem eru að koma uppá yfirborðið á þessu ári. Það er mikill samdráttur í kortunum frá okkar kjarnamarkaði í Mið-Evrópu, það mun bitna harkalega á landsbyggðinni. Þrátt fyrir þessi alvarlegu viðvörunarmerki heldur krónan áfram að styrkjast.
Jú, það er reyndar heilmikið af ferðamönnum á Íslandi, en maður hefur á tilfinningu að stór hluti þeirra staldri afar stutt við og þori varla að taka upp veskið.