Heimsókn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Þýskalands verkur óvenju mikla athygli miðað við opinbera heimsókn af þessu tagi. Víðlesnasta blað Þýskalands, Bild, birtir þessa frétt um fund Katrínar og Angelu Merkel kanslara í Berlín. Nýtt andlit á stjórnmálasviðinu, segir þar. Í myndatextanum segir að þarna hittist tvær konur og þjóðarleiðtogar. En í fyrirsögn eru lesendur hvattir til að taka vel eftir því hverjum Merkel heilsar þarna.
Það er sagt frá því í blaðinu að báðar leiði þær stórar samsteypustjórnir. Merkel starfar með flokki Sósíaldemókrata, en Katrín hafi myndað stjórn með íhaldsmönnum og flokki sem þeir kalla á þýsku Fortschrittspartei.
Svo er athyglisvert að sjá hvað Merkel er léttari á myndunum með Katrínu en þegar hún hittir Trump og Pútín.