Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland, vill ekki kannast við að fyrirtæki hans hafi komið 39 ferðamönnum í lífshættu með því að drösla þeim í sleðaferð þrátt fyrir viðvaranir Veðurstofunnar. Nei, það var bara of mikið gert úr viðvörun Veðurstofunnar og ekki sé hægt að tala um lífshættu þar sem enginn týndist eða slasaðist. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, ætlar ekki að segja af sér formennsku vegna máls Ólínu Þorvarðardóttur. Hann bar sko enga ábyrgð, það var meirihluti nefndarinnar og Capacent sem gerði það. Auk þess eigi Þingvallanefnd ekkert að þurfa að ráða í störf. Engin önnur nefnd geri það og það er svindl. Hvenær datt úr tísku að axla ábyrgð?