Þorsteinn Sæmundsson hefur forystu í málþófi Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þegar þessi frétt er skrifuð hafði hann haldið 48 ræður um málið. Formaðurinn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, kom rétt á eftir með 45 ræður og Birgir Þórarinsson með brons og 39 ræður.
Þar á eftir koma Karl Gauti Hjaltason með 36 ræður, Bergþór Ólason með 35, Ólafur Ísleifsson með 27, Gunnar Bragi Sveinsson með 23, Anna Kolbrún Árnadóttir með 13 og lestina rak Sigurður Páll Jónsson með aðeins 8 ræður.