Bráðlega fagnar umsókn Íslands að Evrópusambandinu tíu ára afmæli sínu en hún var samþykkt á Alþingi þann 16. júlí árið 2009 en var síðan sett á ís. Árið 2013 komst Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn og hefur verið þar síðan og hefur formaðurinn, Bjarni Benediktsson, lýst því yfir að umsóknin verði ekki stöðvuð án þjóðaratkvæðagreiðslu.
Eins og frægt er fór Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, í erindisleysu árið 2015 til að stöðva umsóknina.
Nú eru þrír flokkar, sem allir eru á móti aðild, að minnsta kosti á pappírunum, að sambandinu við völd og samkvæmt könnunum nýtur umsóknin ekki velvildar þjóðarinnar. Engu að síður kemst málið ekki á dagskrá. Ætla má að forysta Sjálfstæðisflokksins vilji því halda dyrunum opnum þar til réttar aðstæður skapast.