Í vikunni bryddaði Friðjón Friðjónsson, framkvæmdastjóri KOM, upp á því að Bjarni Benediktsson hefði komist í þriðja sæti yfir þá sem hefðu setið lengst á formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Ætti hann þrjú ár í Davíð Oddsson en sautján ár í Ólaf Thors.
Bjarni er hins vegar sá formaður sem hefur setið hlutfallslega langskemmst sem forsætisráðherra, aðeins 323 daga af 3.680, eða 8,8 prósent hlutfallslega. Næstneðstur er Þorsteinn Pálsson með 16,7 prósent.
Davíð Oddsson trónir á toppnum með 91,6 prósent. Þá koma Bjarni Benediktsson eldri með 80 prósent, Geir H. Haarde með 76,3, Geir Hallgrímsson með 39,8, Ólafur Thors með 35,8, Jóhann Hafstein með 31 og Jón Þorláksson 24,2 prósent.