Umsóknir um stöðu seðlabankastjóra vöktu talsverða undrun í vikunni. Af sextán umsækjendum voru aðeins tvær konur, þar af einn nemi sem litla sem enga möguleika á að hreppa stöðuna. Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík, er eina konan sem á raunhæfa möguleika á að taka við í haust.
Brast þá sú von margra að karlaveldið yrði rofið, en hingað til hafa allir tuttugu bankastjórar Seðlabankans verið karlar og oft fyrrverandi stjórnmálamenn.
Vonir höfðu verið bundnar við að sjá Liljurnar tvær, Alfreðsdóttur og Mósesdóttur, á lista umsækjenda.