Eftir atburði liðinnar viku situr Sigríður Á. Andersen eftir með pólitískt svöðusár. Sigríður hefur lengi verið umdeild en staða hennar innan Sjálfstæðisflokksins hefur verið sterk enda er hún góð vinkona vina sinna.
Sjálfstæðismenn sem falla af stalli fá gjarnan góðar stöður í kjölfarið, annaðhvort á vegum hins opinbera eða í einkageiranum. Geir H. Haarde var gerður að sendiherra í Washington, Davíð Oddsson að ritstjóra Morgunblaðsins og Hanna birna að formanni utanríkismálanefndar og starfar hún nú sem sérstakur ráðgjafi UN Women.
Ætla má að Sigríður fái einnig góða stöðu, annaðhvort í þinginu eða annars staðar.